Fréttatilkynning frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja:

Vestmannaeyjar með fyrstu stafrænu upplýsingamiðstöðina

16.Mars'21 | 11:00
IMG_4349

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Angantýr Einarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs, Berglind Sigmarsdóttir og Íris Sif Hermannsdóttir f.h. Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja. Myndir/aðsendar

Á mánudaginn voru Vestmannaeyjar fyrsta bæjarfélagið á Íslandi til þess að taka upp stafræna upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. 

Skjáirnir eru 14 talsins og hafa þeir að geyma allar þær upplýsingar sem góð upplýsingamiðtöð þarf að hafa. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Angantýr Einarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs bæjarins voru þau fyrstu sem fengu að prófa miðstöðina. En verkefnið er unnið af Ferðamálasamtökum Vestmananeyja í samstarfi við bæjaryfirvöld.

Skjáirnir eru afar stílhreinir og notendavænir og virka þannig að ferðamaðurinn getur nálgast allar helstu upplýsingar sem hann gæti þurft á skjánum. Einnig getur hann bókað alla afþreyingu, gistingu, út að borða, flug og ferðir í Herjólf.

Hægt er að nálgast götukort í upplýsingamiðstöðinni rafrænt með því að skanna inn qr kóða sem kemur upp í skjánum.

Ferlið og vinna við rafrænu upplýsingamiðstöðina er búið að taka um það bil ár í vinnslu. En eins og áður segir eru skjáirnir 14 í heildina og í þrem mismunandi stærðum og planið er að bæta við10 til15 til viðbótar.

Skjáirnir eru læstir, svo einungis er hægt að vafra um heimasíðu Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja, visitvestmannaeyjar.is. Skjánum verður dreift um allan bæ og einnig er vonast til þess að koma nokkrum skjáum uppá land.

Mikil ánægja er hjá ferðamálasamtökunum og Vestmannaeyjabæ af þessari vinnu og hvernig hún tókst og ekki spurning að skjáirnir eiga eftir að skila sínu, segir í tilkynningu frá  Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.