Alfreð Alfreðsson skrifar:
Breiðafjarðarferjan Herjólfur
13.Mars'21 | 18:30Undanfarin ár höfum við átt því láni að fagna að geta leitað til vina okkar í Stykkishólmi og á Vestfjörðum þegar Herjólfur hefur þurft í reglulegar skoðanir og Breiðafjarðarferjan Baldur hefur brúað bilið.
Vandræði Baldurs nú á dögunum hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum og útséð með að hann mun ekki sigla næstu vikurnar. Vestfirsk fyrirtæki eiga nú undir högg að sækja vegna ófærðar og enginn er Baldur.
Tryggvi Sigurðsson stakk uppá því á facebook síðu sinni að við launuðum Vestfirðingum gamla greiða og lánuðum þeim nýja Herjólf meðan Baldur er frá, en sá gamli ristir of djúpt og er því ónothæfur á þessari siglingarleið. Það er gaman að sjá hvað fólk tekur almennt vel í þessa tillögu Tryggva.
Landeyjahöfn er með besta móti núna og ekkert því til fyrirstöðu að Herjólfur III geti haldið uppi áætlun þangað.
Ég leyfi mér að skora á bæjaryfirvöld og ríkið að bregðast skjótt við og lána Vestfirðingum Herjólf svo siglingar um Breiðafjörð verði með eðlilegum hætti þangað til Baldur kemur tvíefldur aftur.
Alfreð Alfreðsson
Höfundur: Alfreð Alfreðsson
Fæddur á Djúpavogi 17. mars 1958. Uppalinn í Vestmannaeyjum. Fjögurra barna faðir.
Alfreð hefur að mestu starfað við ferðaþjónustu síðustu 15 árin.
Nostalgía
6.Apríl'22 | 21:30Lýðræði eða hvað
23.Nóvember'21 | 21:18Hvaða flokkar standa undir nafni?
22.September'21 | 17:37Enn og aftur um gangnagerð
23.Ágúst'21 | 07:01Göngin Göngin
7.Maí'21 | 16:27Stórskipahafnir
13.Apríl'21 | 17:06Að pissa í skóna sína
2.Febrúar'21 | 15:30Hvenær verður sagan saga?
26.Janúar'21 | 12:00Til hamingju með daginn Færeyingar
19.Desember'20 | 14:03Eigum við gott skilið?
23.Október'20 | 13:54Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.