Nýr verkefna- og gæðastjóri ráðinn til HSU

9.Mars'21 | 14:40
HSU_Selfoss_Vestmannaeyjar_samsett.

Starfsstöðvar HSU á Selfossi og í Eyjum. Ljósmynd/samsett

Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin verkefna- og gæðastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Frá þessu er greint á heimasíðu Heilbrigðisstofnunarinnar. Þar segir að Freyja sé viðskiptafræðingur að mennt með sérþekkingu í forystu og stjórnun.

Freyja hefur mikla reynslu af straumlínustjórnun og gæðamálum en hún hefur tekið þátt í straumlínustjórnun bæði sem stjórnandi og sem sérfræðingur við innleiðingu, ásamt því að stýra hinum ýmsu verkefnum. Þá hefur hún starfað sem fræðslustjóri og sérfræðingur í straumlínustjórnun frá árinu 2016 til 2021.

Freyja mun koma að uppbyggingu umbótastarfa innan HSU og mun starfa náið með stjórnendum og öðrum starfsmönnum stofnunarinnar.
Það er mikill fengur fyrir HSU að fá Freyju í okkar raðir, við hlökkum til samstarfsins og bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa, segir enn fremur í fréttinni.

Tags

HSU

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...