Hlynur stefnir á Ólympíulágmark í sínu fyrsta maraþonhlaupi

8.Mars'21 | 12:52
hlynur_a_fri_is

Hlynur Andrésson. Ljósmynd/Frjálsíþróttasamband Íslands

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson ætlar að hlaupa heilt maraþon í fyrsta sinn á ævinni nk. sunnudag. 

Jafnframt mun hann að reyna við lágmarkið til að hljóta keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hlynur metur möguleikana á að hlaupa undir lágmarkinu góða.
 
Maraþonhlaupið verður í Bern, höfuðborg Sviss en aðeins var 50 hlaupurum boðin þátttaka. Haft er eftir Hlyn á fréttavef Ríkisútvarpsins að þetta sé ekkert sérlega stórt maraþon vegna COVID. Hann segist ætla að reyna að hlaupa undir tveimur klukkutímum og ellefu og hálfri mínútu. „Ég held að ef aðstæður verða góðar að það gæti gengið upp,“ 
 

Þó Hlynur hafi aldrei hlaupið heilt maraþon áður hefur hann svo sannarlega mikla hlaupareynslu. Hann á Íslandsmetin í 3000 m, 5000 m og 10.000 m hlaupum, í 10 km götu hlaupi og í hálfmaraþoni. Þá á hann einnig Íslandsmetið í 3000 m hindrunarhlaupi auk Íslandsmeta innanhúss. Hlynur hló þó þegar hann var spurður hversu bjartsýnn hann væri á að ná Ólympíulágmarki í sínu fyrsta heila maraþonhlaupi.

Ætlar fyrst og fremst að gera bara sitt besta

„Það er frekar erfitt fyrir mig að segja til um það þar sem ég hef aldrei hlaupið maraþon áður. En miðað við tímann sem ég hljóp hálft maraþon í október og formið sem ég er í núna þá held ég að ég geti hlaupið undir þessu Ólympíulágmarki. En það er samt erfitt fyrir mig að vera með of miklar yfirlýsingar. Ég ætla fyrst og fremst að gera bara mitt besta í þessu hlaupi.“

Aðstæður ættu þó að vera góðar fyrir Hlyn í Bern á sunnudag. „Ég held að það eigi að vera 10 gráðu hiti og nánast enginn vindur. Þannig það yrðu þá bara fullkomnar aðstæður. Vonum bara að spáin haldist þannig,“ sagði Hlynur. Nokkrir svokallaðir hérar verða líka í hlaupinu, til að halda uppi hraða fyrir þá sem ætla sér að hlaupa á 2:11:30 í hlaupinu.

„Ég mun ekki hlaupa annað maraþon. Þannig ef þetta tekst ekki hjá mér mun ég taka tímabil á hlaupabraut í maí til júlí. Þó það sé mun erfiðara að komast inn á leikana í þessum hlaupabrautargreinum mun ég samt allavega reyna það þá,“ sagði Hlynur Andrésson við RÚV í dag.

Allt viðtalið við Hlyn má lesa hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).