Dýpkun gengur vel í Landeyjahöfn

5.Mars'21 | 13:36
disa_innan_hafnar

Dýpkunarskipið Dísa í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi ohf. í dag að dýpkun gangi vel í Landeyjahöfn og frá og með morgundeginum, 6. mars verður siglt samkvæmt vetraráætlun til Landeyjahafnar.

Í dag verða siglingar til Landeyjahafnar sem hér segir:

  • Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30,12:00, 18:30 og 21:00.
  • Brottför frá Landeyjahöfn kl 08:15, 10:45,13:15, 19:45 og 22:15.

Ferðir kl. 16:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 17:15 frá Landeyjahöfn falla niður vegna sjávarstöðu. Farþegar sem áttu bókað í þessar ferðir eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs til þess að færa bókun sína.

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar þar til annað verður tilkynnt samkvæmt vetraráætlun frá og með morgundeginum, 6. mars.

  • Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30,12:00, 16:00, 18:30 og 21:00.
  • Brottför frá Landeyjahöfn kl 08:15, 10:45,13:15, 17:15, 19:45 og 22:15.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.