Arnar valdi fjórar frá ÍBV

5.Mars'21 | 14:40
arnarp

Arnar Pétursson

Arnar Pétursson, þjálfari A landsliðs kvenna hefur valið þá 18 leikmenn sem taka þátt í forkeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu í mars.

Arnar valdi fjóra leikmenn ÍBV í hópinn. Birna Berg Haraldsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Sunna Jónsdóttir voru valdar í 18 manna hópinn.

Riðill íslenska liðsins fer fram 19. - 21. mars nk. Með íslenska liðinu í riðli eru Litháen, Grikkland og heimakonur í Norður-Makedóníu. Stelpurnar okkar hefja æfingar fimmtudaginn 11. mars en liðið heldur utan sunnudaginn 14. mars.

 

Leikjaplan íslenska liðsins:

  • Fös. 19. mars     kl. 16:45               Ísland – Norður-Makedónía
  • Lau. 20. mars     kl. 18:45               Ísland – Grikkland
  • Sun. 21. mars    kl. 18:45               Ísland – Litháen

 

Íslenska hópinn má sjá hér:

Markverðir:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (25/0)

Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (2/0)

Saga Sif Gísladóttir, Valur (0/0)

Aðrir leikmenn:

Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (2/0)

Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (58/118)

Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (36/28)

Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (0/0)

Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (37/77)

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (34/66)

Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)

Lovísa Thompson, Valur (19/28)

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (26/27)

Rut Jónsdóttir, KA/Þór (94/191)

Sigríður Hauksdóttir, HK (16/34)

Steinunn Björnsdóttir, Fram (35/27)

Sunna Jónsdóttir, ÍBV (56/42)

Thea Imani Sturludóttir, Valur (40/54)

Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (0/0)
 

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSC Sachsen á ekki heimangengt í landsliðið að þessu sinni vegna sóttvarnarreglna í Þýskalandi.

Tags

HSÍ

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).