Þuríður nýr þjónustufulltrúi á Rauðagerði

4.Mars'21 | 19:19
raudagerdi_2020-001

Rauðagerði, skrifstofa fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar. Ljósmynd/TMS

Þuríður Bernódusdóttir hefur verið ráðinn sem þjónustufulltrúi á skrifstofu fjölskyldu- og fræðslusviðs, Rauðagerði.

Alls sóttu 18 umsækjendur um stöðuna, að því er segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. Umsóknir voru metnar út frá þeim þáttum sem fram komu í auglýsingu og vóg menntum og starfsreynsla þar mest. Fjórir umsækjendur sem fengu hæsta vægi voru kallaðir í viðtal. Að auki var haft samband við ummælendur sem þessir fjórir aðilar gáfu upp. Framkvæmdastjóri sviðs ásamt yfirfélagsráðgjafa og fræðslufulltrúa fóru yfir umsóknir og sátu viðtölin.

Við mat á umsækjendum kom Þuríður Bernódusdóttir sterkust út. Vegur þar mest 14 ára reynsla hennar í sambærilegu starfi þjónustufulltrúa hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar (Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalaness) og góð ummæli sem fylgja henni. Að auki hefur hún langa reynslu sem gjaldkeri hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum.

Um leið og við bjóðum Þuríði velkomna til starfa vill Vestmannaeyjabær koma á framfæri þakklæti til allra umsækjenda fyrir áhuga þeirra á starfinu, segir að endingu í fréttinni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).