Mannlíf og saga - nýtt hlaðvarp í Eyjum

- hlaðvarpið verður aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube

2.Mars'21 | 07:15
hladvarp_staff-001

Umsjónarmenn hlaðvarpsins, Hinrik Ingi, Alma og Snorri.

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Það eru þau Alma Eðvaldsdóttir, Hinrik Ingi Ásgrímsson og Snorri Rúnarsson sem standa á bakvið hlaðvarpið og er það byggt uppá viðtali við fólk sem tengist Eyjum á einn eða annan hátt. 

Rætt er við fólk um líf þeirra og störf. Eftir viðtalið er síðan smá sögubrot úr Eyjum sem starfsfólk Bókasafns Vestmannaeyja er búið að taka saman.

Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Einnig er hlaðvarpið á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter.

Hefur greinilega átt að eiga sér stað

Hugmyndin að hlaðvarpinu kom eiginlega bara uppúr þurru hjá Ölmu og bað hún þá Hinrik og Snorra að hjálpa sér að koma því í framkvæmd, tæknilega séð. Tímasetninginn var svolítið fyndin því að Hinrik og Snorri höfðu einnig svipaða hugmynd sem þeir voru að pæla í og ætluðu að biðja Ölmu að vera með sér í henni. Þannig að þetta er eitthvað sem hefur greinilega átt að eiga sér stað.

Alma sér um að vera spyrill þáttanna og strákarnir sjá um tæknihliðina en saman sjá þau um að klippa og setja þættina saman fyrir hlustun.

Vonum að viðtökurnar verði góðar

Auðvelt hefur verið að fá fólk til að taka þátt í viðtölum og allir sem við höfum rætt við eru mjög áhugasamir um hugmyndina. Við erum nú þegar búin að taka nokkur viðtöl sem við eigum síðan eftir að vinna fyrir hlustun og sjáum við fram á að þetta verði nú eitthvað sem kemur til með að verða langlíft, ef áhuginn verður fyrir hendi hjá hlustendum.

Við fáum að taka viðtölin upp í fundarsalnum á Hótel Vestmannaeyjum og þökkum við Öddu og Magga kærlega fyrir að opna salinn fyrir okkur. Núna bíðum við bara spennt eftir að setja fyrsta þáttinn í loftið og vonum að viðtökurnar verði góðar, segja þau Alma, Hinrik Ingi og Snorri.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).