Öruggur sigur á ÍR-ingum

1.Mars'21 | 21:07
hakon_dadi_s

Hákon Daði var maður leiksins. Hann skoraði 15 mörk. Ljósmynd/ÍBV

Í gær fengu strákarnir okkar ÍR-inga í heimsókn í Olís deild karla. Í byrjun leiks var nokkuð jafnræði með liðunum en okkar menn þó alltaf skrefi á undan. 

Hákon Daði fór hreinlega hamförum í fyrri hálfleiknum og skoraði 10 mörk og Petar varði mjög vel í markinu. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 16-13, ÍBV í vil.

Í byrjun síðar hálfleiks héldu ÍR-ingar eins og þeir gátu í Eyjamenn en svo um miðbik hálfleiksins skyldu leiðir endanlega og náðu heimamenn 5 marka forystu 23-18. Okkar menn létu forystuna eftir þetta aldrei úr sínum höndum og þeir unnu leikinn nokkuð örugglega, lokatölur 32-23 og mikilvæg 2 stig í hús fyrir ÍBV.

Páll Eiríksson lék sínar fyrstu mínútur í Olísdeilinni, byrjaði á því að verja vítakast ÍR-inga og varði alls 2 af þeim 3 skotum sem hann fékk á sig. Nökkvi Snær Óðinsson spilaði sömuleiðis sínar fyrstu mínútur í deildinni og á lokasekúndunum varði Palli vel og í kjölfarið kom langur bolti fram á Nökkva sem skoraði sitt fyrsta Olís-deidarmark. Virkilega vel af sér staðið hjá strákunum!

Eins og áður sagði var Hákon Daði hreinlega magnaður í gær og skoraði alls 15 mörk í 16 skotum. Petar varði 17 skot í leiknum, þar af 1 víti (43,6%) og Palli 2, þar af 1 víti (66,7%).

Mörk ÍBV í leiknum: Hákon 15, Dagur 5, Arnór 5, Sigtryggur 2, Sveinn José 2, Kári 1, Teddi 1, Nökkvi 1. Arnór og Róbert fóru mikinn í vörninni með 7 og 5 löglegar stöðvanir og 1 og 2 blokkuð skot.

Eins og venjulega þegar áhorfendur eru í húsi að þá veljum við bæði Kráar-mann leiksins og Kráar-stuðningsmann leiksins. Að þessu sinni var Hákon Daði valinn maður leiksins og Dóra Björk Gunnarsdóttir var Kráar-stuðningsmaður dagins. Þau fengu sitthvort gjafabréfið frá Kránni að launum.

Næsti leikur strákanna er á föstudaginn kemur þegar topplið Hauka koma í heimsókn, leikurinn hefst kl.19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).