Knattspyrna:

Kvennalið ÍBV fær liðsstyrk

28.Febrúar'21 | 10:06
liana-og-andri-undirskrift_ibvsport

Liana Hinds ásamt Andra Ólafssyni, þjálfara. Ljósmynd/ibvsport.is

Liana Hinds hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV, samningurinn gildir út leiktímabilið 2021. Liana er bakvörður sem er fædd í Bandaríkjunum. Hún hefur leikið fyrir landslið Trinidad og Tobago frá árinu 2014. 

Liana er 26 ára gömul og lék við góðan orðstír hjá háskólaliði í Connecticut frá árunum 2012-2015. Hún var síðast á samningi hjá sænska liðinu Sundsvalls, að því er segir í frétt á vefsíðu ÍBV.

Liana lék fyrsta leikinn sinn með ÍBV á móti Val á dögunum en hún kemur til með að vera mikilvægur hlekkur í liði ÍBV í Pepsi-Max deildinni í sumar.

Díana Helga semur við ÍBV

Díana Helga Guðjónsdóttir skrifaði undir samning við ÍBV í gær en hann gildir út leiktímabilið 2021. Hún mun því leika með liðinu í sumar.

Díana er uppalin hjá félaginu og lék upp alla yngri flokkana, hún er 22 ára gömul og leikur í stöðu bakvarðar. Hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki þegar hún var 16 ára og hefur alls leikið 31 leik í deild og bikar og skorað í þeim eitt mark, sem kom gegn Keflavík árið 2018.

Díana lék einn leik í deildinni í fyrra auk fimm 2. flokks leikja, segir í frétt á ibvsport.is.

Tags

ÍBV

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).