Áhöfn Kap II dregur enn einn furðuþorskinn úr sjó

27.Febrúar'21 | 17:02
gulur_thorskur_vsv_2021

Myndina af Breiðafjarðarfurðufiski tók Elmar Hrafn Óskarsson.

Furðufiskar þorskstofnsins hafa yndi af því að láta áhafnir Vinnslustöðvaskipa veiða sig og enda ævina í Vestmannaeyjum.

Í fyrra urðu tveir fiskar landsþekktir fyrir svipað útlit en áhöfnin á Drangavík VE fékk báða furðufiska liðins árs í sömu vikunni á svipuðum slóðum, við Surtsey.

Á fréttavef Vinnslustöðvarinnar segir frá því að fyrr í þessari viku,  22. eða 23. mars, hafi áhöfnin á Kap II náð enn einum furðuþorskinum en í þetta sinn í Breiðafirði. Þorskurinn var í afla sem landað var úr skipinu á Snæfellsnesi til flutnings landleiðina til vinnslu í Eyjum.

Þriðji fiskurinn er sýnilega bæði stærri og gerðarlegri en félagar hans úr furðufiskadeildinni sem héldu við Surtsey. Í fyrra hafði vefur Vinslustöðvarinnar eftir Gísla Jónssyni, sérgreinalækni fisksjúkdóma, að furðufiskarnir bæru einkenni meðfædds erfðagalla.

Gunnar Jónsson fiskifræðingur fékk að sjá myndir af báðum þorskunum 2020 og hafði aldrei aðra eins fiska augum litið. Hann var á því að við Surtsey væri rekið „vistheimili fyrir erfðafræðilega afvegaleidda þorska.“

Nú blasir sem sagt við að annað furðufiskavistheimili er í Breiðafirði eða að Surtseyjarheimilið hefur opnað þar útibú.

Fleiri myndir af furðufisknum má sjá hér.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).