Sendiherra og konsúll Póllands í heimsókn til Vestmannaeyja

26.Febrúar'21 | 16:09
polsk_ads

Sendiherrann, Gerard Pokruszyński ásamt Klaudiu Wróbel, fjölmenningarfulltrúa.

Klaudia Wróbel, fjölmenningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, hefur skipulagt komu sendiherra og konsúls pólska sendiráðsins í Reykjavík til Eyja. 

Markmiðið með heimsókninni er að auka þjónustu í heimahéraði fyrir pólskættaða íbúa Vestmannaeyja. Greinileg þörf er fyrir slíkri heimsókn þar sem allt að 20 manns skráðu sig til þess að sækja um vegabréf og leita úrlausnar annarra mála sem sendiráðið getur leyst.

Sendiherrann, Gerard Pokruszyński, hefur komið nokkrum sinnum áður til Eyja, m.a. til að taka þátt í Pólskum dögum sem fram fóru í febrúar 2020 þar sem jafnframt var boðið upp á þjónustu konsúlsins. Konsúllinn sem kemur í þetta skipti er nýlega tekinn til starfa og heitir Łukasz Winny.

Föstudaginn 26. febrúar næstkomandi verður tekið á móti öllum þeim sem hafa skráð sig til að nýta sér þjónustuna í Safnahúsi Vestmannaeyja, en konsúllinn verður með aðstöðu í Ingólfsstofu. Pokruszyński sendiherra er mjög hrifinn af Vestmannaeyjum og hyggst koma hingað aftur með konunni sinni sem sinnir kennslumálum pólskra barna til að ræða þau mál þegar nær dregur sumri.

Við vonum að sú þjónusta sem boðið  verður upp á næstkomandi föstudag sé komin til að vera í Eyjum, enda myndi slíkt einfalda líf margra einstaklinga með pólskt ríkisfang, ekki hvað síst barnafólks, sem hér hafa fest rætur á undanförnum árum. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).