Eva Braun heimsækir Vestmannaeyjar árið 1939 - myndband

26.Febrúar'21 | 13:23
eva_braun_eyjar_skjask_you_tube

Skjáskot úr myndbandinu.

Árið 1939 kom Eva Braun í heimsókn til Íslands með þýska skemmtiferðaskipinu Milwaukee. Eva þessi var unnusta Adolf Hitler og tók hún upp myndefni í Íslandsheimsókninni, en töluverður hluti efnisins var tekin upp í Vestmannaeyjum.

Gylfi Gylfason, áhugaljósmyndari segir að þetta sé ekki bara merkilegt fyrir sakir upprunans, heldur sé þetta með fyrstu myndskeiðunum í lit sem voru tekin upp á Íslandi. 

„Þetta myndband hefur verið á netinu í allnokkurn tíma í allavega ástandi og Íslandshlutin hefur verið illfinnanlegur innan um annað efni á þessum grófklipptu spólum sem reyndust vera boðlegar án höfundarréttarkröfu og vatnsmerkja. Þetta er því klippt út úr frumeintakinu eða allar Íslandssenur áamt brottför frá Þýskalandi að sið nasista.”

Hér neðst í frásögninni má sjá myndbandið.

Óskar eftir aðstoð við að nafngreina fólkið á myndunum

Hann segir burtséð frá uppruna myndbandsins, þá sé þetta ágætlega vel tekið en eitthvað af þessu sé þó í svarthvítu.

„Gæðin eru mjög fín miðað við aldur svo ég afréði að klippa út allar Íslandssenur, uppfæra þær í 16/9 skjáhlutföll fyrir smartsjónvörp og leiðrétta hraða auk minniháttar birtu og litalagfæringa.

Frekari vinnsla á borð við 4K uppfærslu og stafræna endurvinnslu með aðstoð gervigreindar ramma fyrir ramma er möguleg og að mínu mati æskileg fyrir sem mest af okkar elsta efni frá íslandi. Ljósmynd segir jú meir en þúsund orð en kvikmynd segir meir en þúsund ljósmyndir. Um leið er ekki bara æskilegt heldur bráðnauðsynlegt að okkar kynslóð sjái þetta efni fyrr en síðar til að nafngreina fólkið á myndunum en gagnvart þessu myndbandi þá er sá tími brátt að renna út, og myndbandið endar sem nafnlaus heimild, og lakari menningarverðmæti fyrir vikið.”

Gylfi segir að eins vanti aðeins uppá staðsetningar í þessari tiltekna ferðasögu sem greinilega hefst í Vestmannaeyjum en sum innanbæjarskot eru þokukennd og gætu verið frá Reykjavík. Litmyndin úr miðborginni bendir þó til að öll svarthvítu skotin þar á undan séu úr Eyjum. Í lokakaflanum er væntanlega staldrað við á Ísafirði en þaðan lá leiðin til Akureyrar en þaðan er ekkert myndefni, því miður.

Hægt að ná ótrúlegum gæðum út úr gömlum filmum

„Ég yrði því deilingum þakklátur og sérstaklega í Vestmannaeyjum en mig grunar einnig að Eyjamenn hefðu gaman að því að sjá hvernig heimamenn tóku á móti skemmtiferðaskipinu á sínum tíma. Það er því eitt af hlutverkum þessarar rásar að grafa upp efni af þessu tagi og birta eftir klippingu og lagfæringu á borð við þessa en Það verk er unnið í sjálfboðavinnu. Nái rásin ákveðum fjölda áskrifenda næ ég einhverju til baka af vinnuframlaga mínu með youtube tekjum og rætist það er ég kominn með grunn til að leggjast í 4K uppfærslur og vinna okkar elsta efni ramma fyrir ramma með sérþekkingu minni í myndvinnslu til 30 ára auk samstarfs við erlenda sérfræðinga. Það er hægt að ná ótrúlegum gæðum út úr gömlum filmum og gefa þeim algjörlega nýtt líf eins og sjá má gjörla í myndböndum á borð við þessi.”

Gylfi vill einnig koma því að - að Landmælingar Íslands veittu honum góðfúslegt samþykki til að selja útprentanir af myndum þeirra gegn skilmálum um upprunamerkingu. „Þær þurftu mikla vinnu til að komast í það form að geta prentast úr risaprentara í bestu mögulegu gæðum en ég býð þær í gegnum erlenda prentþjónustu sem skilar fyrirtaks prentun á frábæru verði.”

Hér er tengill á verslunina.

Er með meira efni úr Eyjum

Hvert á fólk að snúa sér ef að það hefur upplýsingar um fólk í myndbandinu?

Það má koma upplýsingum á framfæri í kommentakerfinu eða senda mér upplýsingar á justicelandic@gmail.com um hvenær viðkomandi sést. min:sek

Eins er ég að vandræðast með hvort hlutinn frá 1:44 sé úr Eyjum eða nokkur bæjarskot og sum í þoku. Filman var frekar óskipulögð og síðustu atriðin eru frá Ísafirði. Ef klippingin reynist úr röð við staðsetningar þá er lítið mál að kippa því í liðinn.

Gylfa þætti vænt um að fá áskrifendur að rásinni sinni til að réttlæta vinnuna sem fer að koma þessu í gott stand í sjálfboðavinnu.

„En ég er t.d. með meira efni úr Eyjum á klippiborðinu og er t.d. að vinna time-lapse myndbönd af þróun byggðar í eyjum úr safni landmælinga Íslands, með þeirra leyfi, en þessar gömlu myndir þurftu mikla vinnu og hér má sjá smá forsmekk af því sem er tilbúið til prentunar, og ég býð til sölu til að hafa upp í vinnuframlagið.”

Hér að neðan eru hlekkir á síðu Gylfa.

 
 
eyjarsmall2

Bærinn rétt eftir gos.

Eyjar._small

Bærinn fyrir gos.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).