Uppfærð frétt

Rok og rigning framundan - ölduhæð hækkar

25.Febrúar'21 | 11:10
20210213_100446

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Í dag er gert ráð fyrir austlægri átt 3-10 m/s og lítilsháttar skúrir eftir hádegi. Hægt hlýnandi. Gengur í suðaustan 10-18 m/s og fer að rigna í kvöld. Hiti 1 til 6 stig. 

Sunnan 8-13 á morgun og rigning eða skúrir, en hvassara annað kvöld. Hiti 3 til 8 stig. Þetta segir í nýrri spá Veðurstofu Íslands fyrir Suðurland.

Samhliða hvassvirðinu á morgun er gert ráð fyrir að ölduhæð fari vaxandi. Við Landeyjahöfn er gert ráð fyrir að ölduhæð verði komin í 3,5 metra um hádegi á morgun.

Útlit er fyrir siglingar til Þorlákshafnar næstu daga

Uppfært kl. 11.50.

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. er farþegum bent á að bæði veður-og sjóspá frá og með morgundeginum og út helgina sé ekki hagstæð hvað varðar siglingar í Landeyjahöfn.

„Útlit er fyrir siglingar til Þorlákshafnar næstu daga. Því biðjum við farþega okkar sem ætla sér að ferðast með okkur um helgina að fylgjast vel með miðlum okkar. Tilkynning varðandi siglingar á morgun verður gefin út í síðasta lagi kl. 06:00 í fyrramálið.” segir enn fremur í tilkynningunni.

Skjáskot/Vegagerðin.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).