„Gengur yfir mig hvernig fyrirtæki og stofnanir ganga fram með uppsögnum“
24.Febrúar'21 | 13:58„Fjöldi ríkisstofnana og sveitarfélög hafa notið aðstoðar Ríkiskaupa vegna útboða á ræstingu. Þetta er gert þrátt fyrir afar bágborðið atvinnuástand víða um land og sá hópur sem sinnir þessum störfum sjálfsagt berskjaldaðri og ver undir búin fyrir atvinnumissi á þessum tímum en nokkur annar hópur.”
Svona hóf Ásmundur Friðriksson ræðu sína í störfum þingsins á Alþingi í dag.
Hann sagði það ekki mikið úthald eða mannúð af hálfu ríkisstofnanna og sveitarfélaga að segja upp starfsfólki í hagræðingarskyni þegar tugþúsundir landsmanna eru atvinnulausir vegna kórónuveirufaraldursins og engin störf í boði.
Á hvaða launum er starfsfólk verktakans?
„Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur sagt upp starfsfólki frá og með 1. maí nk. en þá tekur fyrirtækið Sólar ehf. við ræstingunni og gott starfsfólk munstrað á galeyðu atvinnuleysis.
Það vekur athygli að tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 69.9 mkr. á ári þegar kostnaðurinn var 138 mkr. árið 2019 og 147 mkr. árið 2020.
Ég velti fyrir mér hvernig má ná þessum kostnaði niður um 50% með útboði og á hvaða launum er starfsfólk verktakans ef heilbrigðisstofnunin getur sparað 50% af kostnaði með útboði á verkefnum lægst launa starfsfólksins á stofnuninni.”
Þessu tengt: Ískaldar kveðjur til starfsmanna Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands
Kippa fótunum undan öðrum með þröngum eiginhagsmunum eða hagnaðarvon á tímum atvinnuleysis og covid-faraldurs
Ásmundur sagði þetta ekki það eina sem valdi honum áhyggjum í því atvinnuástandi sem er í landinu í dag.
„Á Suðurnesjum eru 25% atvinnuleysi og þúsundir atvinnulausir. Þrátt fyrir það hefur fiskvinnsla á svæðinu nýlega flutt inn 40 pólska starfsmenn til að vinna í fiski í stað þess að freista þess að fá starfsmenn af atvinnuleysiskrá á Suðurnesjum.
Getur verið að það sé vegna þess að fyrirtækið getur leigt farandverkafólki húsnæði og skjól í eigu þess sem ekki þarf fyrir starfsmenn sem búa á Suðurnesjum.
Það gengur yfir mig hvernig fyrirtæki og stofnanir ganga fram með uppsögnum gagnvart atvinnulausu fólki og kippa fótunum undan öðrum með þröngum eiginhagsmunum eða hagnaðarvon á tímum atvinnuleysis og covid-faraldurs.” sagði Ásmundur í ræðustól Alþingis í dag.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).