Heiðarlegasta fólkið í Vestmannaeyjum

21.Febrúar'21 | 11:33
lögreglu

Í Vestmannaeyjum eru glæpir á landsvísu undir einu prósent. Ljósmynd/TMS

Langflestir glæpir eru framdir á höfuðborgarsvæðinu þar sem 80 prósent glæpa eiga sér stað. Þetta er hlutfallslega langhæsta glæpatíðni á landinu. Í Vestmannaeyjum eru glæpir á landsvísu undir einu prósent. 

Sama er uppi á teningnum á Norðurlandi vestra og Austurlandi þar sem glæpamenn gera lítið vart við sig. Þar er að finna heiðarlegasta fólkið á landinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra, og greint er frá á vef Mannlífs.

Bókhald lögreglunnar leiðir í ljós að fjölgaði almennum hegningarlagabrotum um 2 prósent. Aftur á móti fækkaði umferðarlagabrotum um rúmlega fjórðung sem þýðir að ökufantar hafa tekið sönsum og fylgja betur umferðarreglum. Aftur á móti fjölgaði þeim tilfellum þar sem heimilisofbeldi á sér stað. Árið 2019 voru tilfellin 956 en fjölgaði í 1110 i fyrra.

Fíkniefnasalar áttu slæmt ár ef miðað er við stórfellda fjölgun á haldlögðum efnum. Þannig náði lögreglan tæplega 400 prósent fleiri e-töflum en árið 2019. Kannabisplöntur sem lögreglan haldlagði voru um 213 prósent fleiri ef litið er til gramma. Þá náðist helmingi meira af maríjúana á milli ára. Samdráttur varð aftur á móti í hörðum efnum svo sem amfetamíni og kókaíni.

 

Tags

Lögreglan

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).