Um 190 manns hafa fengið bólusetningu í Eyjum

18.Febrúar'21 | 16:25
boluefni_covid_stjr

Í næstu viku kemur bóluefni sem ætlað er starfsfólki Hraunbúða og Sambýlis, segir Guðný Bogadóttir hjá HSU. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Um 190 manns hafa fengið bólusetningu við Covid-19 í Vestmannaeyjum. 

Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu Vestmannaeyja segir að byrjað hafi verið á því að bólusetja heimilisfólk Hraunbúða og þá sem eru skráðir á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum. 

Allir yfir 90 ára bólusettir

„Alls 42 einstaklingar og svo heimilsfólk á Sambýlinu. Næstir voru framlínustarfsmenn heilsugæslu, sjúkraflutningamenn, lögregla og starfsfólk sjúkradeildar.”

Hún segir að byrjað sé að vinna niður lista yfir elstu aldurshópa og eru allir yfir 90 ára bólusettir. Í næstu viku kemur bóluefni sem ætlað er starfsfólki Hraunbúða og Sambýlis. 

Áfram munu berast skammtar - svo til vikulega

„Einnig koma skammtar sem ætlaðir eru fyrir elstu aldurshópana. Við vonumst til að komast langt til að ljúka 80+ í næstu viku og vera búin að ljúka bólusetningu fyrir þennan hóp í febrúar. En það er ekki búið að staðfesta hversu marga skammta við fáum. 

Áfram munu berast skammtar svo til vikulega, lítið magn í einu og verður þá haldið áfram að bólusetja samkvæmt forgangslistum, starfsfólk  félagsþjónustu og dagdvalar, 70 ára og eldri og svo yngra fólk í forgangshópum eftir því hvaða tegund bóluefnis berst.” segir Guðný að endingu.

Tags

COVID-19 HSU

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.