Að foreldrar ræði við börnin um öryggi á netinu

15.Febrúar'21 | 09:14
snjallsimar_netid

Vakin er athygli á því að allir leikir og samfélagsmiðlar hafa viss aldurstakmörk en ljóst er að mörg börn á grunnskólalaaldri eru að nýta samfélagsmiðla og spila tölvuleiki sem eru alls ekki við hæfi.

Starfsmenn Félagsþjónustunnar og Barnaverndar Vestmannaeyja vilja hvetja alla foreldra til að setjast niður með börnunum sínum og ræða við þau um öryggi á netinu, sem og að fara yfir hvaða tölvuleiki og samfélagsmiðla barnið er að nota og hvort það sé leyfilegt þeirra aldri. 

Vakin er athygli á því að allir leikir og samfélagsmiðlar hafa viss aldurstakmörk en ljóst er að mörg börn á grunnskólalaaldri eru að nýta samfélagsmiðla og spila tölvuleiki sem eru alls ekki við hæfi. Viljum við hvetja foreldra til að virða aldurstakmörk á leikjum og samfélagsmiðlum.

Foreldrar eru einnig hvattir til að fara yfir það með börnum sínum, við hverja þau eru að ræða í gegnum Playstation, Snapchat, Instagram, TikTok, Facebook og aðra samskiptamiðla/leiki. Fara yfir það hvað sé eðlilegt að ræða þar og hvað ekki, hvort aðilar séu á viðeigandi aldri sem börnin eru að ræða við í gegnum þessa miðla/leiki, hvort vinir þeirra á þessum miðlum séu á viðeigandi aldri, ræða myndsendingar til og frá börnum sem dæmi.

Þessu tengdu bauð foreldrafélag GRV upp á netnámskeið sem var síðast liðin föstudag um forvarnir gegn ofbeldi á netinu á vegum Barnaheilla

Ýmsan fróðleik varðandi börn, unglinga og tækni er að finna á saft.is. Skjáviðmið fyrir börn og ungmenni er að finna hér

Að lokum er foreldrar hvattir til að ræða við börn sín um það hvert sé hægt að leita ef eitthvað óeðlilegt eða óþægilegt kemur upp í samskiptum hvort sem það er á netinu eða annars staðar.

Munum að lykillinn að því að aðstoða börn og aðra er að ræða málin og segja einhverjum fullorðnum frá sem getur aðstoðað, hvort sem það varðar netöryggi eða öryggi í raunheimum.

Ef eitthvað kemur upp í samtali við börnin sem foreldrar eða aðrir hafa áhyggjur af, passið upp á viðbrögðin ykkar því þau geta vegið mikið í því hvort barnið segi frá eða ekki, verið ekki reið við börnin, ræðið við þau opið í rólegheitum og leitið aðstoðar fagaðila.
Öllum er velkomið að hafa samband við starfsmenn Félagsþjónustunnar í Vestmannaeyjum, felags@vestmannaeyjar.is og Barnavernd barnavernd@vestmannaeyjar.is ef þörf er á, hvort sem það er til ráðgjafar, fá viðtalstíma, til að tilkynna eða annað.

Minnum einnig á neyðarnúmerið og barnanúmerið 1-1-2 og að hægt er að spjalla við neyðarvörð í netspjalli í gegnum 112.is, en í 12. febrúar var einmitt 1-1-2 dagurinn.

Ef foreldar treysta sér ekki til þess að ræða um þetta við börnin en grunar eitthvað óæskilegt í samskiptum barns á netinu (eða annars staðar) er hægt að hafa samband við starfsmenn Barnaverndar og félagsþjónustu og fengið ráðgjöf og aðstoð með það, segir í tilkynningu frá starfsmönnum Barnaverndar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar, sem fyrst birtist á vef Vestmannaeyjabæjar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).