Seinni ferð Herjólfs fellur einnig niður

12.Febrúar'21 | 12:27
kveld_herj

Herjólfur siglir ekkert í dag vegna veðurs, vinds og ölduhæðar. Ljósmynd/TMS

Enn er ófært til Þorlákshafnar vegna veðurs, vinds og ölduhæðar, því fellur seinni ferð dagsins einnig niður.

Ljóst er að þegar líða tekur á daginn, á að bæta í veðrið, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 4812800 til þess að færa bókun sína.

„Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar á, að spá morgundagsins gefur tilkynna sambærilegt veðurfar og í dag. Að því sögðu biðjum við farþega að fylgjast vel með miðlum okkar.” segir jafnframt í tilkynningunni.

Tilkynning verður gefin út kl. 06:00 í fyrramálið vegna fyrri ferðar Herjólfs.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.