Fleiri nýta sér stuðningsþjónustu Vestmannaeyjabæjar

6.Febrúar'21 | 09:45
vestm_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Upplýsingar og yfirlit yfir umfang stuðningsþjónustu (félagslegar heimaþjónustu) á árinu 2020, voru kynntar fjölskyldu- og tómstundaráði Vestmannaeyja á fundi ráðsins fyrir helgi.

Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri stuðningsþjónustu fór yfir markmið stuðningsþjónustu og verkefni hennar fyrir árið 2020. Hjá stuðningsþjónustunni sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta vinna 13 starfsmenn í 7,3 stöðugildum.

Helsta verkefni þeirra er m.a. almenn heimaþjónusta, aðstoð við eigin umsjá, innlit og samvera, aðstoð við innkaup og heimsendur matur. Starfsmenn stuðningsþjónustu sjá um aðstoð við þjónustuþega sem búa í þjónustuíbúðum í Eyjahrauni.

Árið 2020 nutu alls 122 þjónustuþegar þjónustu og voru af þeim 23 nýir. Árið 2020 var frábrugðið öðrum árum vegna Covid-19 veirunnar sem veldur meira álagi á þjónustuþega sem og starfsmenn. Passað er vel upp á smitvarnir og hafa starfsmenn sinnt þjónustunni af einlægni og alúð.

Í byrjun ársins hætti eldhúsið á Hraunbúðum að sjá um heimsendan mat til þjónustuþega og stofnana bæjarins. SB heilsa tók við þessari þjónustu og í dag er á milli 50 - 70 skömmtum keyrt út daglega. Ráðið þakkar kynninguna og deildarstjóra og hennar fólki fyrir gott starf.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...