Ávinningur samningsins talinn meiri en áhættan

5.Febrúar'21 | 09:05
IMG_1795

Samningur sem þessi felur í sér fjárhagslega áhættu fyrir bæjarfélagið, en ávinningur samningsins er talinn meiri en áhættan, segir í bókun ráðsins. Ljósmynd/TMS

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri lagði fram á fundi bæjarráðs á miðvikudag drög að endurnýjuðum samningi Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. 

Fram kemur í fundargerð ráðsins að samninganefnd Vestmannaeyjabæjar hafi kynnt samninginn fyrir bæjarfulltrúum sl. þriðjudag og verður hann lagður fram til staðfestingar á næsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Stefnt er að undirritun mánudaginn 8. febrúar nk og í kjölfarið verður hann birtur opinberlega.

Fá tækifæri til að vinna upp tap síðasta árs

Í niðurstöðu segir að bæjarráð feli bæjarstjóra að undirrita samning um rekstur Herjólfs fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.

Bæjarráð vill jafnframt koma fram þakklæti til samninganefndarinnar fyrir vel unnin störf. Samningur sem þessi felur í sér fjárhagslega áhættu fyrir bæjarfélagið, en ávinningur samningsins er talinn meiri en áhættan. Það er jákvætt að Herjólfur ohf. fái með samningi þessum tækifæri til að vinna upp það tap sem orðið hefur á rekstri félagsins á árinu 2020.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.