Nýtt skipurit HSU tekur gildi

1.Febrúar'21 | 07:48
hsu_eyjar

Starfsstöð HSU í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Nýtt skipurit HSU tekur gildi í dag, 1. febrúar og hefur það verið kynnt heilbrigðisráðherra, sbr. 11.gr. laga um heilbrigðisþjónustu. Breytingarnar eru unnar í samráði við framkvæmdastjórn HSU. 

Á vefsíðu HSU segir í Díana Óskarsdóttir, forstjóri að stjórnskipulag HSU hafi í grunninn verið byggt á þeim breytingum sem urðu í byrjun árs 2015, þegar formleg sameining Heilbrigðisstofnana á Suðurlandi tók gildi. Frá þeim tíma hefur starfsemin vaxið og þróun þjónustunnar tekið breytingum.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands verður nú skipt upp í tvö klínísk svið, ásamt fjármálasviði og mannauðssviði. Klínísku sviðin eru sjúkrahússvið og heilsugæslu- og forvarnarsvið. Markmið skipulagsbreytinganna er að gera framkvæmdastjórn stefnumiðaðri, skýra ábyrgðarsvið og fá betri yfirsýn á þróun heilbrigðisþjónustunnar, ásamt því að stuðla að aukinni samvinnu við aðrar heilbrigðisstofnanir. Breytingarnar eiga jafnframt að samhæfa þjónustuna og bæta flæði á milli starfseininga.

Meðfylgjandi mynd sýnir skipurit stofnunarinnar, en starfseminni er nú skipt upp í fjögur svið: sjúkrahússvið, heilsugæslu- og forvarnarsvið, fjármálasvið og mannauðssvið. 

Tags

HSU

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.