Eftir Tryggva Má Sæmundsson

Íbúalýðræði í orði en ekki á borði

30.Janúar'21 | 08:30
IMG_2769

Frá fundi bæjarstjórnar í fyrra.

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var, bar Njáll Ragnarsson, fulltrúi Eyjalistans upp eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn er sammála afgreiðslu framkvæmda- og hafnarráðs. Bæjarstjórn felur Helgu Hallbergsdóttur, fyrrv. safnstjóra í Sagnheimum, Kára Bjarnasyni, forstöðumanni Safnahúss Vestmannaeyja og Ólafi Snorrasyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, að leggja mat á muni bæjarins er varða útgerðarsögu Vestmannaeyja og setja fram hugmyndir um framtíðarvarðveislu þeirra.

Hópnum er m.a. falið að kanna hvort hægt sé að koma vélbátnum Létti fyrir í húsnæði Vestmannaeyjahafnar á Skanssvæðinu og varðveita þar bátinn og aðrar sjóminjar. Hópnum er sömuleiðis falið að leggja mat á þann kostnað sem fælist í verkefninu.

Þá skal sömuleiðis kanna möguleikann á að smíða líkan af m/b Blátindi sem yrði til sýnis í húsinu til að varðveita sögu skipsins. Hópurinn mun skila skýrslu til bæjarráðs eigi síðar en í lok mars 2021.

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Tvö mál tiltekin sem henti vel í íbúakosningu – bæði afgreidd af bæjarstjórn

Í október sl. var tekið fyrir á sama vettvangi í tengslum við fjölgun bæjarfulltrúa úr 7 í 9, breytingartillaga frá Njáli Ragnarssyni.

Í breytingartillögunni sagði að bæjarstjórn samþykki að fela bæjarráði að móta verklag til framtíðar er varðar íbúalýðræði, íbúafundi og íbúakosningar. Bæjarráð skili til bæjarstjórnar tillögum um þau málefni sem koma til kasta bæjarstjórnar og eru vel til þess fallin að kanna hug bæjarbúa til þeirra.

Til hliðsjónar þessari vinnu skal bæjarráð ræða möguleika á því að kanna hug bæjarbúa m.a. til fjölgunar bæjarfulltrúa sbr. nýsamþykkta bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar, framtíð M/b Blátinds auk annarra málefna sem bæjarráð telur til þess fallin að fari í slíkan farveg.

Að endingu sagði í tillögunni að bæjarráð skuli skila minnisblaði þess efnis til bæjarstjórnar eigi síðar en í desember.

Breytingartillaga Njáls við tillögu sjálfstæðismanna var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Vinnan við minnisblaðið hefur tafist

Eyjar.net sendi fyrirspurn á Angantý Einarsson, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar í gær með ósk um að fá að sjá umrætt minnisblað sem átti að liggja fyrir í desember.

Svar Angantýs var á þá leið að Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi, hafi farið aðeins yfir málið á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag í tengslum við umræðu um Blátind. Vinnan við minnisblaðið hefur tafist og það liggur ekki fyrir.

Af þessu má sjá að bæði málin sem nefnd eru í tillögu Njáls í október, þ.e. möguleika á því að kanna hug bæjarbúa m.a. til fjölgunar bæjarfulltrúa og kanna hug bæjarbúa um framtíð M/b Blátinds hafa farið sína leið í bæjarkerfinu og hlotið fullnægðarsamþykkt bæjarstjórnar.

Reyndar fæst smá sárabót fyrir þá sem bera hag Blátinds fyrir brjósti, því kanna á möguleikann á að smíða líkan af bátnum sem yrði til sýnis til að varðveita sögu skipsins.

“Leggjum áherslu á aukið íbúalýðræði, samráð við íbúa í Vestmannaeyjum”

Ef farið er lengra aftur í tímann og rifjað upp hvað Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans sagði í aðdraganda kosninga í viðtali á Eyjar.net sést að honum var umhugað um að virkja íbúalýðræðið.

Grípum niður í viðtalið:

 Af hverju ættu kjósendur að kjósa Eyjalistann, fremur en aðra flokka?

,,Vegna þess að við viljum starfa í þágu allra bæjarbúa. Við leggjum áherslu á aukið íbúalýðræði, samráð við íbúa í Vestmannaeyjum og bætta stjórnsýsluhætti. Við stöndum fyrir ákveðnum breytingum sem við viljum gera til hagsbóta fyrir alla íbúa í Vestmannaeyjum.”

Ekki eitt einasta mál í íbúakosningu

Ekki er langt síðan að rifjað var upp hér á Eyjar.net hvað annar bæjarfulltrúi meirihlutans sagði í aðdraganda kosninga, um aukið gagnsæi í ráðningarferli Vestmannaeyjabæjar og Herjólfs ohf.

Nú þegar tæplega ¾ eru búnir af kjörtímabilinu minnist skrifari þess ekki að núverandi meirihluti hafi farið með eitt einasta mál í íbúakosningu.

Það má því spyrja sig, var allt tal um aukið íbúalýðræði bara í orði en ekki á borði?

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).