Sólar ehf. tekur við ræstingarþjónustu á starfsstöðvum HSU á Selfossi og í Eyjum

28.Janúar'21 | 14:27
raesta_spitala

Ræstingarþjónusta HSU var boðin út á vegum Ríkiskaupa.

„HSU mun ganga til samninga við Sólar ehf. um ræstingarþjónustu á starfsstöðvum á Selfossi og í Vestmannaeyjum.” segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands í samtali við Eyjar.net.

Hún segir að ræstingarþjónusta HSU hafi verið boðin út á vegum Ríkiskaupa.

„Niðurstaða útboðsins liggur nú fyrir og reyndist Sólar ehf. vera með hagstæðasta tilboðið en þrjú sambærileg tilboð bárust í verkefnið. Sólar tekur við starfseminni 1. maí. nk.” segir hún.

Stöðugt að leita leiða við að ná niður hallarekstri stofnunarinnar

Díana segir að framkvæmdastjórn stofnunarinnar leiti stöðugt leiða við að ná niður hallarekstri stofnunarinnar og eru þessar aðgerðir liður í að hagræða og ná niður hallarekstri.

„Við erum jafnframt að tryggja sérfræðiþekkingu í ræstingum en Sólar koma inn með sérfræðiþekkingu, tækjabúnað og öryggisstaðla.” segir forstjóri HSU.

 

Tags

HSU

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.