Fengu í aðra skrúfuna í lokaholinu

27.Janúar'21 | 19:20
bergey_ný

Bergey VE siglir hér inn Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Ísfisktogarinn Bergey VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum skömmu fyrir hádegi í dag með fullfermi að aflokinni sex daga veiðiferð. 

Skipstjóri var Ragnar Waage Pálmason og ræddi tíðindamaður heimasíðu Síldarvinnslunnar við hann í morgun.

„Jú, við erum á landleið með góðan afla en því miður fengum við í aðra skrúfuna í lokaholinu. Það er fúlt að fá í skrúfuna en nú er svo sannarlega gott að hafa tvær vélar og tvær skrúfur. Við siglum á sjö til átta mílna ferð á annarri skrúfunni og nálgumst Eyjarnar hratt og örugglega. Í þessum túr vorum við mest að fiska í Skaftárdýpi og Skeiðarárdýpi og fengum þar blandaðan afla. Aflinn er mest ýsa en einnig dálítið af þorski, ufsa, lýsu og karfa. Veðrið í þessari veiðiferð var hundleiðinlegt allan tímann, samfelld norðaustan bræla. Yfirleitt voru þetta 20-25 metrar en í fyrradag dúraði svolítið, þá voru bara 15. Þegar veðrið lét sem verst þurftum við að flýja upp að landinu,“ segir Ragnar.
 
Systurskipið Vestmannaey VE kom til löndunar í Vestmannaeyjum sl. nótt með fullfermi. Aflinn er blandaður og fékkst í Breiðamerkurdýpinu. Að sögn Egils Guðna Guðnasonar skipstjóra var það veðrið sem réði algerlega för í túrnum. „Þetta var erfitt. Við þurftum sífellt að vera að sæta lagi og urðum jafnvel að flýja upp í fjöru. Þetta var leiðindaveður allan túrinn og það getur verið þreytandi,“ segir Egill Guðni.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).