Fréttatilkynning:

Risa Grease tónleikasýningin frumsýnd á Goslokahátíðinni

21.Janúar'21 | 10:19
Grease-Johanna og Ingo

Ljósmynd/Saga Sig

TWE Live kynnir með miklu stolti frumsýningu Grease tónleikasýningarinnar á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum föstudagskvöldið 2. júlí í Íþróttahöllinni.

Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson (Ingó veðurguð) bregða sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease.

„Það er með miklu stolti og gleði sem við hjá TWE Live tilkynnum að Grease tónleikasýningin verður frumsýnd í Eyjum. Það er mér mjög mikilvægt að fá að frumsýna tónleikana í heimabæ mínum og það á  Goslokunum sjálfum sem er okkur Eyjamönnum afar kær helgi,“ segir Björgvin Þór Rúnarsson stofnandi og einn eigenda TWE Live, en Björgvin Þór er Eyjamönnum að góðu kunnur.

„Það verður öllu tjaldað til í samstarfi við goslokanefnd. Hljóð, ljós og skjáir verða í toppgæðum, og fá Eyjamenn og þeirra gestir sömu sýningu og sett verður upp á Akureyri og í Reykjavík,“ segir Björgvin Þór.  Um 25 manns koma að sýningunni frá TWE live, en allt í allt eru það um 120 manns sem koma að uppsetningunni með einum eða öðrum hætti þetta kvöld og er því um að ræða stórviðburð í þeim skilningi.

Björgvin Þór er ekki eini Eyjamaðurinn í hópnum sem kemur að uppsetningunni á Grease. Tónlistarmaðurinn Ingó veðurguð er „Eyjamaðurinn.“ Selma Ragnarsdóttir, sem sér um búninga og hönnun, er fædd og uppalin í eyjum ásamt Sighvati Jónssyni „Hvata“ sem hefur séð um auglýsingar og „trailera“  fyrir TWE Live undanfarin ár.

Stefanía Svavarsdóttir, söngkona, sem áður hefur meðal annars tekið þátt í ABBA uppfærslum með Jóhönnu Guðrúnu, og Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar DIMMU verða Jóhönnu Guðrúnu og Ingó til halds og trausts, auk söngvara og annars listafólks, sem munu sjá til þess að ekkert verður til sparað til að gera upplifun og skemmtun gesta sem allra mesta, Selma Björnsdóttir kemur einnig að tónleikunum varðandi leikstjórn.

Tónleikasýningin verður full af gleði þar sem Jóhanna Guðrún, Ingó og aðrir leikarar, dansarar og átta til tíu manna hljómsveit sem skipuð er topp tónlistarmönnum, auk myndbanda á risaskjáum, munu fá að njóta sín í frábæru hljóði og ljósi.

Miðasala hefst þriðjudaginn 2. febrúar kl 10:00 á tix.is.

Aðeins er selt í stúkuna og stóla á gólfi og því um takmarkað magn miða að ræða.

Athugið! Eyjamenn sem þegar hafa keypt miða á tónleikasýninguna í Laugardalshöll 23.október 2021 og vilja skipta yfir á sýninguna í Eyjum geta haft samband við Tix.is með breytingu á þeim miðum eftir að miðasala hefst.

Grease tónleikasýningin verður síðan sýnd laugardagskvöldið 4. september í Íþróttahöllinni á Akureyri í samstarfi við handknattleikdeild Þórs og í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október. Við vekjum athygli á að miðaverð á sýninguna er það sama í Eyjum, Laugardalshöll og í Íþróttahöllinni á Akureyri.

 

Fréttatilkynning.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).