Áætla um 80 skammta af bóluefni til Eyja í lok þessarar viku

18.Janúar'21 | 14:50
spratua1

Í lok desember voru 34 bólusettir á Hraunbúðum og 8 á sjúkradeild HSU. Ljósmynd/aðsend

„Hingað til hefur bólusetning einskorðast við framlínustarfsfólk á ýmsum stöðum samfélagsins (heilbrigðisþjónustu, löggæslu o.fl.) auk íbúa á hjúkrunarheimilum og í sérstökum búsetuúrræðum.”

Þetta segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis í samtali við Eyjar.net. Hann segir að bóluefni sem þegar hafi borist, annars vegar frá Pfizer og hins vegar frá Moderna, hafi verið dreift til Landspítala og heilsugæslunnar. „Heilsugæslan skipuleggur frekari dreifingu bóluefnis, þar á meðal fyrir landsbyggðina.”

Næst á dagskrá að bólusetja fólk sem er í dagdvöl eða fær heimahjúkrun

Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum segir að hingað hafi komið 55 skammtar í lok desember og þá voru bólusettir 34 á Hraunbúðum og 8 á sjúkradeild HSU, þ.e sjúklingar í varanlegum dvalarrýmum. „Restin fór á framlínustarfsfólk sem sinnir bráðamóttöku.”

Davíð segir að næst á dagskrá sé að bólusetja fólk sem er í dagdvöl eða fær heimahjúkrun. „Við fáum líklega um 80 skammta í lok þessarar viku til að klára þann hóp. Eftir það getum við vonandi klárað framlínustarfsfólkið og svo verður haldið áfram niður röðina í forgangslistum.”

Bóluefnin eru miserfið í meðförum

Hann segir þau einfaldlega fylgja ráðleggingum frá sóttvarnarlækni og röðum í forgangshópa eftir þeirra fyrirmælum og treystum því að bóluefnunum sé skipt bróðurlega niður út frá því.

„Bóluefnin eru miserfið í meðförum, t.d. held ég að Moderna bóluefnið sé í 100 skammta einingum, og því erfiðara að dreifa því á minni staðina þegar við erum að ræða um svona fámenna hópa. Þeir sem sjá um dreifinguna þurfa því einnig að taka tillit til þess þegar verið er að senda af stað bóluefni um landið.” segir Davíð Egilsson að endingu.

Tags

COVID-19

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).