Hvað verður um Blátind VE?

14.Janúar'21 | 07:24
IMG_9553

Blátindi komið á þurrt eftir að hafa sokkið í Vestmannaeyjahöfn í febrúar í fyrra. Ljósmynd/TMS

Enn bíður ákvörðunar hvað gera skuli við M/B Blátind, eftir tjón sem hann varð fyrir þegar hann sökk í Vestmannaeyjahöfn í febrúar í fyrra. 

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyjabæjar hefur unnið að málinu síðan þá. Unnið var kostnaðarmat á þremur mögulegum framtíðarlausnum M/B Blátinds. Möguleikarnir þrír sem metnir voru eru:

  1. Endurbyggja bátinn þannig að hann verði gerður siglingafær.
  2. Koma bátum fyrir á Skanssvæðinu í sýningarhæfu ástandi.
  3. Farga bátnum.

Það síðasta sem kom fram um málið var í júní í fyrra þar sem sagði í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs að eftir skoðun sé talið að kostnaður við að gera bátinn sjókláran sé ekki undir 80-100 milljónum króna. Að koma bátnum í sýningahæft ástand kostar líklega um 50 milljónir króna.

Fram kom í fundargerðinni að lagt hafi verið kapp á að fá kunnáttumenn á staðinn til að leggja mat á verkið en ekki hefur unnist tími til þess vegna aðstæðna og anna. Einnig kom fram að kostnaður við að koma Blátindi á þurrt eftir óveðrið í febrúar hefur numið tæpum 9 milljónum króna.

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhaldið. Hann gerir ráð fyrir að það verði gert fljótlega.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).