30% fækkun farþega á milli ára

14.Janúar'21 | 14:48
IMG_3592

Herjólfur flutti 247.555 farþega í fyrra. Ljósmynd/TMS

Á nýliðnu ári var 30% samdráttur í farþegaflutningum Herjólfs á milli lands og Vestmannaeyja. Er þá miðað við árið 2019, en það ár var metflutningur farþega með Herjólfi.

Að sögn Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. flutti Herjólfur 247.555 farþega í fyrra, eða um 30% færri farþega en árið áður en þá voru farþegarnir 355.843.

Hörður Orri segir ljóst að áhrif covid-19 faraldursins hafi haft mikil áhrif á farþegatölur seinasta árs og eru áhrifin einkum þau hve mikið erlendum ferðamönnum fækkaði.

Aðspurður um farþegaáætlanir fyrir árið í ár segir Hörður að enn sé óvissan mikil. „Faraldurinn er ennþá á mikilli uppleið í löndunum í kringum okkur og alls óvíst hvenær þessu mun ljúka. Við höfum í okkar sviðsmyndagreiningum leyft okkur að vera frekar bjartsýn en jafnframt búið okkur undir það að þetta ástand geti varað lengur en við vonumst eftir.”

Samanburður farþega Herjólfs sl. tvö ár.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.