30% fækkun farþega á milli ára
14.Janúar'21 | 14:48Á nýliðnu ári var 30% samdráttur í farþegaflutningum Herjólfs á milli lands og Vestmannaeyja. Er þá miðað við árið 2019, en það ár var metflutningur farþega með Herjólfi.
Að sögn Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. flutti Herjólfur 247.555 farþega í fyrra, eða um 30% færri farþega en árið áður en þá voru farþegarnir 355.843.
Hörður Orri segir ljóst að áhrif covid-19 faraldursins hafi haft mikil áhrif á farþegatölur seinasta árs og eru áhrifin einkum þau hve mikið erlendum ferðamönnum fækkaði.
Aðspurður um farþegaáætlanir fyrir árið í ár segir Hörður að enn sé óvissan mikil. „Faraldurinn er ennþá á mikilli uppleið í löndunum í kringum okkur og alls óvíst hvenær þessu mun ljúka. Við höfum í okkar sviðsmyndagreiningum leyft okkur að vera frekar bjartsýn en jafnframt búið okkur undir það að þetta ástand geti varað lengur en við vonumst eftir.”
Samanburður farþega Herjólfs sl. tvö ár.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
17.Ágúst'19Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).