"Sjáum fyrir okkur mikil tækifæri í Eyjum”

13.Janúar'21 | 08:40
uppb_lon

Baðlónið verður allt hið glæsilegasta og yrði mikil lyftistöng fyrir Vestmannaeyjar. Myndir/T.ark

Í lok síðasta árs voru kynntar hugmyndir um að reisa baðlón sem staðsett verður á ofanverðum Skansinum í Vestmannaeyjum. 

Gert er ráð fyrir heitu baðlóni ásamt heitum pottum, gufuböðum og innbyggðum hraunhelli. Jafnframt verður aðstaða fyrir veitingasölu og aðra þjónustu fyrir gesti lónsins.

Fram kom í kynningu á verkefninu að baðlónið verði um 1400m2 stórt og byggingin sjálf um 1000m2. Þá eru uppi framtíðarhugmyndir um að reisa 50 herbergja hótel í tveimur byggingum, sem staðsettar verða í hlíðum fjallsins. Hótelbyggingin mun að mestu falla inn í landið. Þar munu gestir upplifa óviðjafnanlegt útsýni þar sem hafið tekur yfir meirihluta sjóndeildarhringsins og sólin sest í hafið mestan hluta ársins.

Framkvæmdir ættu að geta hafist síðla árs

Þeir sem að verkefninu standa er Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. og í forsvari er Kristján Gunnar Ríkarðsson. Kristján hefur komið að ýmsum stórum verkefnum, m.a. hluta Skuggahverfis í Reykjavík, og nýrri fjölbýlishúsabyggð á RUV reitnum við Efstaleiti.

Hönnuðir baðlónsins eru T.ark arkitektar ehf. Eyjar.net ræddi við Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt um verkefnið.

Aðspurður um tímalínuna í verkefninu segir Ásgeir að gert sé ráð fyrir að skipulagsferlinu verði lokið um mitt ár og þá getur hönnun og undirbúningur hafist á fullu og framkvæmdir ættu að geta hafist síðla árs. Áætla má að framkvæmdartími sé 12 – 14 mánuðir.

Ótrúlega góð viðbrögð

Þegar Ásgeir er spurður um hvenær Eyjamenn megi búast við að geta baðað sig í nýja lóninu segir hann að raunhæfast sé að segja fyrrihluta 2023 en tekur þó fram að þetta liggi ekki fyrir. Málið er sem stendur í skipulagsferli, forhönnun og fleira.

Hvernig hafa viðbrögðin verið?

Viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð. Það hefur verið mjög gaman að sjá hversu mikill áhugi er á verkefninu og þann meðbyr sem það hefur fengið.

Vanmetin ferðamannaparadís

Þegar Ásgeir er spurður af hverju Vestmannaeyjar hafi orðið fyrir valinu segir hann að þau telji að Eyjar séu vanmetnar sem ferðamannaparadís. „Við sjáum fyrir okkur mikil tækifæri í Eyjum.”

Hann hrósar bæjaryfirvöldum í Eyjum. Við höfum átt gott samstarf við bæjaryfirvöld. „Ég hef unnið með mörgum bæjarfélögum, og þetta samstarf hefur verið til fyrirmyndar.”

Hér má sjá myndband frá fyrirhugaðri uppbyggingu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).