Nýtt röntgentæki á leiðinni til Vestmannaeyja

13.Janúar'21 | 10:58
20201020_091530

Starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur fest kaup á nýjum röntgenmyndgreiningarbúnaði sem settur verður upp í Vestmannaeyjum á næstu vikum. 

Röntgenbúnaðurinn er af gerðinni Philips Digital Diagnost C90 high performance. Tækjabúnaðurinn er stafrænt röntgentæki af fullkomnustu gerð og mun hafa jákvæð áhrif bæði fyrir starfsmenn og sjúklinga. Það er óhætt að segja að kominn sé tími á endurnýjun þar sem tækið sem er í notkun í dag er komið vel til ára sinna.

Nýja Philips röntgentækið er með fjarstýrðum búnaði þannig að nú þarf ekki lengur að hreyfa loftlampa með handafli auk þess sem hægt er að hækka og lækka borðið á nýja tækinu þó nokkuð sem er afar þægilegt fyrir sjúklinga. Tækið er fyrirferðaminna en það gamla þannig að það ætti að verða rýmra og betra að athafna sig með t.d. sjúkrarúm og sjúkrabekki sem oft þarf að fara með inn í röntgenstofuna.

Núna stendur yfir hönnun á röntgenstofunni því að mörgu er að hyggja áður en tækjabúnaðurinn verður settur upp. Ganga þarf úr skugga um að raflagnir, loftfestingar og burðarþol standist kröfur sem gerðar eru til húsnæðisins. Jafnframt þarf að uppfylla þau skilyrði sem Geislavarnir Ríkisins gera bæði til húsnæðisins og tækjabúnaðarins. Röntgenstofan þarf að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi geislavarnir og tækið þarf að uppfylla öll ákvæði geislavarnareglna.

Einnig er mikilvægt að tryggja inntökuleið fyrir tækjabúnaðinn en það getur reynst snúið að koma tækjabúnaðinum inn á röntgenstofuna. Það er mikill undirbúningur í gangi þessa dagana og við bíðum spennt eftir að taka á móti nýja röntgentækinu þegar það kemur til Vestmannaeyja á komandi mánuðum, segir í grein frá Díönu Óskarsdóttur, forstjóra HSU á vefsíðu stofnunarinnar.

Tags

HSU

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).