Tilhögun sorpbrennslumála til framtíðar skoðuð

11.Janúar'21 | 14:59
gamar_sorpa

Talið er að óendurvinnanlegur úrgangur hér á landi verði á bilinu 40-100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045. Ljósmynd/TMS

Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur verið gerð aðgengileg á vef Stjórnarráðsins. 

Skýrslan nefnist Greining á þörf sorpbrennslustöðva á Íslandi og var unnin af ráðgjafafyrirtækinu ReSource International fyrir Umhverfisstofnun að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Þrjár mögulegar útfærslur varðandi sorpbrennslu

Talið er að óendurvinnanlegur úrgangur hér á landi verði á bilinu 40-100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045. Er í skýrslunni fjallað um þrjár mögulegar útfærslur varðandi sorpbrennslu; Eina stóra sorpbrennslustöð á SV-landi, sem hafi 90–100 þúsund tonna brennslugetu á ári, fimm minni sorpbrennslustöðvar sem væru dreifðar um landið og svo útflutning á sorpi til brennslu.

Skýrslan var kynnt á rafrænum kynningarfundi um hátæknibrennslu fyrir úrgang sem Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og samstarfsvettvang sorpsamlaga á suðvesturhorninu héldu í morgun.

Nú stendur fyrir dyrum að vinna málin áfram í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði fundinn og fagnaði útgáfu skýrslunnar.

„Mér fannst nauðsynlegt að kalla eftir faglegri úttekt á þeim möguleikum sem okkur standa til boða varðandi brennslu með orkunýtingu, því ljóst er að alltaf verður eitthvað magn úrgangs sem ekki verður hægt að endurnota og endurvinna og þá er betra að brenna það en að urða. Skýrslan er mikilvægt innlegg inn í umræðu um tilhögun sorpbrennslumála á Íslandi til næstu ára og áratuga og nú stendur fyrir dyrum að vinna málin áfram í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Gleymum því samt ekki að auðvitað á mest áhersla að vera á að koma í veg fyrir að hráefni verði að úrgangi, og nauðsynlegt að stórauka endurvinnslu, ekki síst innanlands, í takti við hringrásarhagkerfið.“

Greining á þörf sorpbrennslustöðva á Íslandi

Frétt af vef Stjórnarráðsins.

Tags

Sorpa

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).