Uppfærð frétt

Suðaustan stormur annað kvöld

11.Janúar'21 | 13:06
vont_vedur

Á morgun er gert ráð fyrir vaxandi suðaustanátt og að það þykkni upp. Ljósmynd/TMS

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir austan og norðaustan 5-13 m/s, en hægari síðdegis í dag. Léttskýjað og frost 3 til 12 stig. Þetta kemur fram í nýrri spá Veðurstofunnar fyrir Suðurland.

Á morgun, þriðjudag er gert ráð fyrir vaxandi suðaustanátt og að það þykkni upp, 13-20 og dálítil rigning eða slydda seint annað kvöld, hvassast syðst og hlýnar í veðri.

Samhliða auknum vindi er gert ráð fyrir að ölduhæð við Landeyjahöfn fari hækkandi. Samkvæmt ölduspánni á ölduhæðin að vera komin í 3,1 m klukkan 18.00 á morgun.

Uppfært kl. 14.55.

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. er farþegum bent á að útlit til siglinga í Landeyjahöfn sé ekki gott næstu daga. Um er að ræða seinni hluta þriðjudags og út föstudag eins og staðan er núna, því gæti farið svo að sigt yrði til Þorlákshafnar þessa daga. Farþegum ferjunnar er bent á að fylgjast vel með miðlum Herjólfs. Gefin verður út tilkynning um leið og ákvörðun hefur verið tekin.

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar fyrstu þrjár ferðir morgundagsins. Hvað varðar seinni partinn, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðaustan 13-20 m/s og rigning eða slydda, hvassast syðst, en þurrt að kalla NA-lands. Hiti 0 til 7 stig, svalast NA-lands.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum, en hægara og bjartviðri NA-lands. Hiti 0 til 6 stig.

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt og sums staðar rigning eða slydda, en þurrt fyrir norðan og áfram milt veður.

Nánar um veðrið næstu daga.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).