Biðja farþega í sóttkví að gefa sig fram

9.Janúar'21 | 13:27
herj_farthegar

Herjólfur. Ljósmynd/TMS

Komi til þess að ein­stak­ling­ur í sótt­kví þurfi að ferðast milli lands og Eyja með Herjólfi skal hann hafa sam­band við starfs­mann Herjólfs áður en til brott­far­ar kem­ur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. og er ástæða tilkynningarinnar sögð að starfsfólk Herjólfs hefur orðið vart við það að farþegar sem eru að ferðast í heimkomusóttkví tilkynni sig ekki, fyrr en þeir eru mættir á afgreiðslustaði Herjólfs. Því er biðlað til fólks að fara eftir eftirfarandi tilmælum:

Komi til þess að einstaklingur sé í sóttkví og þarf að ferðast milli lands og Eyja, skal kemur hafa samband við Ölmu Ingólfsdóttur á netfangið almai@herjolfur.is áður en til brottfarar kemur.

Þá er mikilvægt að fylgja að öllu leyti fyrirmælum stýrimanns þegar til skipsins er komið. Herjólfur ohf leggur mikla áherslu á að gæta ítrustu varkárni vegna veirunnar og vill taka og sýna samfélagslega ábyrgð vegna málsins.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.