19 leikmenn frá ÍBV í ungmennalandsliðshópa HSÍ

9.Janúar'21 | 09:12
handbolti

Ljósmynd/úr safni

Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið stóra hópa vegna verkefna næsta sumars, um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landslið kvenna.

Á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV er sagt frá því að ÍBV eigi töluvert af fulltrúum í þessum hópum. 

Á næstu dögum munu þjálfarar liðanna funda með leikmönnum og fara yfir verkefni sumarsins ásamt undirbúningi. Ekki er um að ræða æfingar að þessu sinni, stórir hópar leikmanna eru valdir fyrir fundina til að sem flestir fái kynningu því sem framundan er. Þó leikmenn séu ekki á þessum lista koma þeir þó ennþá til greina í verkefni sumarsins.

Við óskum okkar fólki til hamingju með valið og góðs gengis í þeim verkefnum sem koma í kjölfarið, segir enn fremur í fréttinni.

U17 kvenna:
Amelía Einarsdóttir
Elísa Elíasdóttir
Helena Jónsdóttir
Sara Dröfn Ríkharðsdóttir
Sunna Daðadóttir
Þóra Björg Stefánsdóttir

U17 karla:
Andrés Marel Sigurðsson
Elmar Erlingsson
Hinrik Hugi Heiðarsson
Ívar Bessi Viðarsson
Kristján Kjartansson
Nökkvi Guðmundsson

U19 kvenna:
Aníta Björk Valgeirsdóttir
Bríet Ómarsdóttir
Harpa Valey Gylfadóttir
Helga Stella Jónsdóttir

Þjálfari: Magnús Stefánsson

U19 karla:
Arnór Viðarsson
Gauti Gunnarsson

U21 karla:
Ívar Logi Styrmisson

Tags

ÍBV HSÍ

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).