Covid-19:

Bólusetningar hefjast í Eyjum í dag

29.Desember'20 | 09:20
hsu_staff_2020

Framlínustarfsmenn HSU fá m.a. bóluefni í dag. Ljósmynd/TMS

Fyrstu 10.000 skammtarnir af bóluefni Pfizer við COVID-19 komu til landsins í gær og í dag hefst bólusetning um land allt. Fyrstu skammtarnir komu til Vestmannaeyja með fyrstu ferð Herjólfs í morgun. 

Fyrsta bólusetningin verður á Hraunbúðum klukkan 13.00 í dag. En einnig verður bólusett á sjúkradeild HSU og þá verða framlínustarfsmenn HSU bólusettir.

Bóluefni Pfizer kom með flugi til landsins frá Hollandi í gærmorgun og var án tafar flutt í höfuðstöðvar Distica í Garðabæ, en fyrirtækið annast vörslu og dreifingu bóluefnisins hér á landi. 

Tags

COVID-19

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...