Vegna siglinga Herjólfs næstu daga

23.Desember'20 | 15:07
hebbi_snjor

Herjólfur stefnir á siglingar til Landeyjahafnar á morgun, aðfangadag jóla. Ljósmynd/TMS

Herjólfur stefnir á siglingar til Landeyjahafnar á morgun, aðfangadag jóla. 

Brottför frá Vestmannaeyjum kl: 07:00, 09:30 og 12:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl: 08:15, 10:45 og 13:15.

Þeir farþegar sem ætla sér að nýta sér ferðir strætó, þá fer strætó kl. 07:55 frá Umferðamiðstöðunni í samfloti við ferð 10:45 frá Landeyjahöfn og 09:30 frá Vestmannaeyjum.

Ef gera þarf breytingu á áætlun þá gefum við það út um leið og það liggur fyrir. Einnig hvetjum við farþega okkar til þess að ferðast fyrr en seinna þennan dag, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.25.desember 2020 – Jóladagur  
Farþegum er góðfúslega bent á að 25.desember er spáð ofsaveðri og samkvæmt spá eiga aðstæður til siglinga bæði til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar að vera erfiðar.

Svo gæti farið að fella þurfi niður siglingar umræddan dag. Biðjum við því farþega okkar sem ætla sér að ferðast með okkur 25.desember að fylgjast vel með miðlum okkar, segir enn fremur í tilkynningunni.

Ef sigla þarf til Þorlákshafnar þessa daga er áætlunin sem hér segir:

25.desember – Frá Vestmannaeyjum kl. 09:30 – Frá Þorlákshöfn kl. 13:15
* Vert er að taka fra að ekki eru rútuferðir til eða frá höfnum þennan dag.

 

26-27.desember 2020

Þá er farþegum góðfúslega bent á að bæði veðurspá og aðstæður til siglinga til Landeyjahafnar eru ekki hagstæðar umrædda daga. Því eru farþegar sem ætla sér að ferðast með Herjólfi þessa daga beðnir að fylgjast vel með miðlum Herjólfs. Gefin verður út tilkynning um leið og það liggur fyrir hvert verður siglt.

Fólki er góðfúslega bent á að þegar þetta tímabil gengur í garð þá er alltaf hætta á færslum milli hafna og því ekki æskilegt að skilja bifreiðar eftir í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.

Einnig langar okkur til þess að biðla til farþega að huga vel að sóttvörnum, segir að endingu í tilkynningu Herjólfs.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.