Íris Róbertsdóttir skrifar:

Kæru Vestmannaeyingar

23.Desember'20 | 13:46
iris_roberts_tm

Íris Róbertsdóttir

Aðventan er gengin í garð og jólin eru að koma. Einhvern veginn finnst mér jólahátíðin og allt sem henni fylgir enn mikilvægari núna en oft áður. 

Við höfum verið minnt á að það er ekki sjálfsagt og sjálfgefið að þau séu tími gleði og samveru með fjölskyldu og vinum. Það er þeim mun mikilvægara að búa til fallegar minningar á þessum jólum, í lok þessa furðulega árs, sem kannski færði okkur ekki margar slíkar.

Þetta árið höfum við lifað ástand sem er ólíkt öllu því sem við höfum áður kynnst. Það hefur einkennst af því að það sem áður þótti sjálfsagt er nú munaður hvað varðar öll samskipti, samveru og tilbreytingu með fjölskyldu og vinum. Við höfum þurft að tileinka okkur nýja hluti og bregðast við stöðugt breyttum aðstæðum. Þetta hefur haft í för með sér aukið álag á alla, í öllum daglegum athöfnum.

Líf okkar hefur breyst á þessu ári og það er eftirtektarvert hversu vel okkur hefur gengið að aðlagast gjörbreyttum aðstæðum. Fyrir það er ég þakklát. Ég er líka þakklát fyrir alla samstöðuna sem þið, kæru Vestmannaeyingar, hafið sýnt við þessar krefjandi aðstæður.

Ég óska þess af heilum hug að jólahátíðin verði okkur öllum gleði- og gæfurík og að nýtt ár verði okkur farsælt og gott. Við skulum leyfa okkur að hlakka til nýja ársins sem brátt gengur í garð.

 

Jóla- og nýrárskveðja

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

 

Greinin birtist fyrst á vef Vestmannaeyjabæjar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.