Starfið í skólum og Frístundaveri gengið vel

á haustönn þrátt fyrir þær takmarkanir sem hafa verið í gildi

21.Desember'20 | 07:20
ny_leiktæki_grv_fb

Nýja útisvæðið hefur slegið í gegn og er vel nýtt, segir í bókun fræðsluráðs. Ljósmynd/GRV.

Fræðslufulltrúi fór yfir starfið og stöðuna í stofnunum á fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar á síðasta fundi fræðsluráðs. 

Tónlistarskólinn hélt árlega jólatónleika sína að þessu sinni í gegnum streymi á youtuberás dagana 8.-14. desember. Annars hefur starfið þar verið með nokkuð venjubundnum hætti. Einstaklingskennsla hefur verið með eðlilegu sniði undanfarið og þá var hægt að hefja hópkennslu aftur við síðustu reglugerð yfirvalda. Starfsemi sem heyrir ekki beint undir skólann, s.s. kórar, Lúðrasveit Vestmannaeyja og tilfallandi samspilshópar, hefur legið niðri.

Starfið í grunnskólanum er nánast með hefðbundum hætti en valgreinar eru ekki kenndar. Grímuskylda og nálægðartakmörkun nemenda er ekki í gildi hjá nemendum er kennarar á unglingastig þurfa þó að bera grímu vegna nálægðar við nemendur. Enn eru í gildi reglur um hámarksfjölda í hverju sóttvarnahólfi, nemendur í 1.-4. bekk mega ekki vera fleiri en 50 í hverju rými og hámarksfjöldi hjá eldri nemendum er 25. Litlu jól nemenda verða fimmtudaginn 17. desember nk. en með breyttu sniði.

Við síðustu reglugerð féllu takmarkanir á leikskólum að mestu niður. Blanda má hópum og starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa en verða þá að gæta að sóttvörnum, nálægðarmörkum og grímuskyldu. Ennþá er m.v. hámark 10 fullorðna á sama svæði. Dagleg rútína hefur að mestu haldið sér frá síðstu reglugerð en viðburðir eins og t.d. jólaball o.fl. verða með breyttu sniði í samræmi við reglur.

Hópaskipting í grunnskóla helst í Frístundaveri en tryggt að öll börn hafi aðgang að öllu því sem Frístund hefur upp á að bjóða. Nýja útisvæðið hefur slegið í gegn og er vel nýtt.

Stjórnendur eru sammála um að starfið í skólum og Frístundaveri hafi gengið vel á haustönn þrátt fyrir þær takmarkanir sem hafa verið í gildi. Er það fyrst og fremst þrautseigja og fórnfýsi starfsfólks sem hefur haldið starfinu gangandi á erfiðum og fordæmalausum tímum.

Ný reglugerð fyrir skólastarf er væntanleg 1. janúar nk. og vonandi næst að slaka enn frekar á þeim takmörkunum sem eru í gildi en til þess að svo megi verða þurfa allir að standa áfram saman, gæta að sóttvörnum og virða reglur sem í gildi eru.

Ráðið þakkar fræðslufulltrúa fyrir þessa yfirferð, hvetur alla til að fara áfram varlega og sendir bestu óskir um gleðileg jól.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).