Yfirlýsing frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja:

Enn ein perlan í festi Vestmannaeyja

18.Desember'20 | 09:27
lonid_nyja_hraun

Staðsetningin er einstök, útsýnið mikilfenglegt og hönnunin fellur vel inn í umhverfið, segir í tilkynningu Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja.

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja fagna viljayfirlýsingu um uppbyggingu baðlóns og þjónustusvæðis í hrauninu. Staðsetningin er einstök, útsýnið mikilfenglegt og hönnunin fellur vel inn í umhverfið.

Það kemur ekki á óvart að framkvæmdaraðilar og fjárfestar komi auga á tækifæri í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Hér er falinn fjársjóður.

Í ferðaþjónustunni liggja gríðarleg tækifæri fyrir framtíð samfélagsins og mikilvægt að skilgreina hana sem iðnað sem þarfnast uppbyggingar.

Baðlón mun auka fjölbreytni og gæði í þjónustu  við íbúa í Vestmannaeyjum.

 

Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.