Samið um lágmarksflugsamgöngur til Vestmannaeyja fram á vor

16.Desember'20 | 13:33
air_iceland_vel

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Ljósmynd/Air Iceland Connect

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verða að tvær ferðir í viku, fram og til baka. 

Áætlunarflug á markaðslegum forsendum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja lagðist af í september vegna minni eftirspurnar sem rekja mátti til Covid-19 faraldursins. „Það er afar þýðingarmikið að tryggja lágmarksþjónustu á þessari flugleið á meðan ekki eru markaðslegar forsendur í flugi. Við vonum að með vorinu taki ferðaþjónusta við sér að nýju og aftur verði hægt að fljúga með reglubundnum hætti til Eyja,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Gengið var til samninga að undangenginni verðkönnun hjá þremur flugrekendum, en það voru Flugfélagið Ernir, Icelandair og Norlandair. Öll félögin bjóða þegar upp á áætlunarflug og nota bókunarkerfi með tengingu við Loftbrú, sem veitir íbúum landsbyggðarinnar 40% afslátt á flugfargjöldum.

Hægt verður að framlengja samninginn við Icelandair um tvær vikur í senn ef þörf krefur. Sömuleiðis má fella samninginn niður án fyrirvara hefjist áætlunarflug á markaðslegum forsendum að nýju innan gildistíma hans. Allar tekjur Icelandair af miðasölu og fraktflutningum á flugleiðinni munu lækka greiðslur vegna samningsins.

Stefnt er að því að hefja flug í næstu viku milli lands og Eyja.

Tags

Samgöngur

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).