Jóna Sigríður Guðmundsdóttir skrifar:

Ráðningarmál Vestmannaeyjabæjar

16.Desember'20 | 09:19
jona_sigga

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég tel rétt að bregðast við skrifum ritstjóra eyjar.net á miðli sínum í gær. Þar fer hann yfir eitt af mínum baráttumálum fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, ráðningarmál Vestmanneyjabæjar.

Fyrir það fyrsta þá sit ég ekki í stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. og hef því ekki áhrif á hvernig unnið er að ráðningamálum þess félags. Skoðun mín hefur ekkert breyst og hefði ég viljað sjá þessa ráðningu fara í gegnum ráðningaskrifstofu.

Í öðru lagi þá hefur þetta baráttumál mitt og H-listans náð fram að ganga sem er mikið framfararspor í ráðningamálum Vestmannaeyjabæjar. Reglur voru settar fram og samþykktar á bæjarráðsfundi 9. september síðastliðinn. Sjá reglur hér:

Verklagsreglum um ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ -gild.pdf

Það er ekki gott þegar lítið er gert úr þeim góðu verkum sem ná fram að ganga, eins og hér er gert. Mikilvægt er að blaðamenn fari með rétt mál og villi ekki umræðuna með því að greina ekki frá fyrirliggjandi upplýsingum í þeim málum sem þeir fjalla um. Margt gott og jákvætt er að gerast í okkar samfélagi og mikilvægt að þau séu einnig rædd.

 

Auðvelt er fyrir blaðamenn að hafa samband, ég er alltaf tilbúin í samtalið.

 

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Bæjarfulltrúi H-listans

 

Þessu tengt: Gagnrýndi Herjólf ohf. fyrir að notast ekki við ráðningarskrifstofu

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).