Viðspyrnusjóður Vestmannaeyjabæjar:

Ekki unnið að beiðni Ferðamálasamtakanna

Ferðamálasamtökin hafa alltaf talað skýrt varðandi það hvernig fjármunum er best varið. Öflug markaðssetning Vestmannaeyja er lykillinn að velgengni ferðaþjónustunnar, verslunar og þjónustu í Eyjum, segir formaður samtakanna

11.Desember'20 | 13:30
20200912_120650

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS

Viðspyrnusjóður Vestmannaeyjabæjar sem settur var á laggirnar nýverið var ekki að settur á fót að beiðni Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja og ekki komið inn á borð stjórnar samtakanna.

Þetta segir Berglind Sigmarsdóttir, formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja í svari til Eyjar.net. Ástæða fyrirspurnar Eyjar.net er að í úthlutunarreglum sjóðsins er tekið fram að fyrirtæki í ferðaþjónustu gangi fyrir þegar kemur að úthlutun.

Sjóðurinn nýtur framlaga frá Vestmannaeyjabæ að upphæð allt að 5.000.000 kr. á árinu 2020, og er stofnaður til að bregðast við þeim óvæntu og sérstöku aðstæðum sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar. Hver rekstraraðili getur að hámarki fengið úthlutað 1.500.000 kr. úr sjóðnum

Þegar Berglind er spurð um hvort forsvarsmenn samtakanna hafi verið spurðir álits vegna málsins, segir hún að það hafi ekki verið haft samband við hana sérstaklega vegna viðspyrnusjóðs. „Hvernig þær pælingar áttu að vera og ég kannast ekki við að aðrir stjórnarmenn hafi komið að málinu. Það hafa einhverjir rætt fasteignagjöld en ekkert annað en það.”

Markaðsátak mun alltaf nýtast öllum

Hún segir það vera gott að bæjaryfirvöld vilji styðji við fyrirtæki í erfiðri stöðu. Hvernig það er best gert er hins vegar spurning.

„Ferðamálasamtökin hafa alltaf talað skýrt varðandi það hvernig við teljum fjármunum best varið. Öflug markaðssetning Vestmannaeyja er lykillinn að velgengni ferðaþjónustunnar, verslunar og þjónustu í Eyjum. Það hefur ekkert breyst. Það kom berlega í ljós í sumar í myndarlegu markaðsátaki sem stutt var af Vestmannaeyjabæ og gaf mjög góða raun, framhald verður á því verkefni 2021. Það er skynsamlegasta fjárfestingin. Þegar svona langur listi af skilyrðum fylgir svona sjóðum er alltaf spurning hverjir geta nýtt sér það og er það þá endilega sanngjarnt fyrir alla. Markaðsátak mun alltaf nýtast öllum.” segir Berglind.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...