Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:

Vöndum okkur í viðspyrnunni

10.Desember'20 | 10:40
lokad

Mörg fyrirtæki hafa þurft að loka oftar en einu sinni vegna faraldursins. Ljósmynd/TMS

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti í síðustu viku tillögu bæjarráðs um að setja á laggirnar viðspyrnusjóð fyrir fyrirtæki í Vestmannaeyjum vegna Covid 19.

Sjóðurinn nýtur framlaga frá Vestmannaeyjabæ að upphæð allt að 5.000.000 kr. á árinu 2020, og er stofnaður til að bregðast við þeim óvæntu og sérstöku aðstæðum sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar. Hver rekstraraðili getur að hámarki fengið úthlutað 1.500.000 kr. úr sjóðnum og skulu fyrirtæki í ferðaþjónustu ganga fyrir þegar kemur að úthlutun.

Í skjali um fyrirkomulag og úthlutun úr sjóðnum segir að það eigi einkum við fyrirtæki í ferðaþjónustu og verði horft til þeirra sérstaklega við úthlutun úr sjóðnum.

,,Gríðarlegt tekjufall hefur orðið í ferðaþjónustu og við þeim aðstæðum þarf að bregðast með afgerandi hætti. Stofnun sjóðsins hefur ekki fordæmisgildi gagnvart áföllum í framtíðinni. Vestmannaeyjabæjar fer með fyrirsvar fyrir sjóðinn og sér um umsýslu hans. Úthlutunarnefnd skipa: Bæjarráð og bæjarstjóri.”

Styrkir fyrir hverja:

  • Rekstraraðilar með heilsársstarfsemi sem voru með lögheimili í Vestmannaeyjum 1. mars 2020 geta sótt um framlag úr sjóðnum. Á þetta sérstaklega við um fyrirtæki í ferðaþjónustu.
  • Rekstraraðilar í Vestmannaeyjum með starfsemi í a.m.k. 6 mánuði á árinu 2020 geta sótt um framlög og verður þeim úthlutað í hlutfalli við fjölda mánaða í rekstri á árinu. Á þetta sérstaklega við um fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Úthlutunarreglur:

Tekið er mið af eftirfarandi þáttum við úthlutun:

  • Fyrirtæki með heilsársstarfsemi er forsenda fyrir styrkveitingum. Fyrirtæki sem starfrækt hafa í a.m.k. 6 mánuði á árinu 2020 geta einnig fengið styrk í hlutfalli við fjölda mánaða í rekstri á árinu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu ganga fyrir.
  • Fasteignagjöldum af atvinnuhúsnæði (C-flokkur) (vigtar 50%)
  • Hlutfalli afbókana eða afpantana af ársveltu (vigtar 25%)
  • Umfangi reksturs, ársverka og ársveltu (vigtar 25%) Úthlutunarnefnd ákveður hvort fallist er á umsókn og hversu hátt framlag umsækjandi fær úr sjóðnum. Úthlutunarnefnd getur veitt umsækjanda skamman frest til að skila viðbótargögnum eða upplýsingum eftir því sem þörf krefur við mat umsóknar.

Mikilvægt að huga vel að jafnræðisreglunni

Nú er það svo að mun fleiri fyrirtæki urðu fyrir talsverðu tjóni af völdum faraldursins á árinu en fyrirtæki í ferðaþjónustu. Fyrirtæki líkt og líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslu,- snyrti- og nuddstofur.

Líkamsræktarstöðvar hafa til að mynda ekki enn fengið að opna svo dæmi sé tekið.

Bæjaryfirvöld verða að vanda vel til verka þegar kemur að því að stofna slíka sjóði. Það verður að huga vel að öllum þeim sem standa í slíkum sporum. Undirritaður gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi þess að verja ferðaþjónustuna, en samkvæmt úthlutunarreglunum er aðeins hluti þeirra fyrirtækja sem getur sótt um styrk.

Í svona aðgerðum verður að huga vel að jafnræðisreglunni, sem einmitt bar á góma í öðru máli á síðasta fundi bæjarstjórnar. Að allir sitji við sama borð, þegar kemur að því að deila út fjármunum úr sameiginlegum sjóðum.

Kæru bæjarfulltrúar: Vandvirkni er gríðarlega mikilvæg, sérstaklega í svona málum!

 

Tryggvi Már Sæmundsson

 

Höfundur er ritstjóri Eyjar.net

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).