Tilslakanir vegna íþróttastarfs

9.Desember'20 | 08:59
golfarar

Öllum verður heimilt að stunda æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar að því gættu að virt sé 2 metra nálægðartakmörkun og að hámarki 10 manns saman. Ljósmynd/TMS

Heimildir til að stunda íþróttastarf verða rýmri með nýrri reglugerð um takmarkanir á samkomum sem tekur gildi á morgun, 10. desember. 

Sérstaklega er kveðið á um íþróttastarf á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) varðandi heimildir til æfinga meðal afreksfólks og í efstu deildum sambandsins eins og nánar greinir hér.

Íþróttastarf almennt

Öllum er heimilt að stunda æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar að því gættu að virt sé 2 metra nálægðartakmörkun og að hámarki 10 manns saman.

Íþróttastarf á vegum ÍSÍ

Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr verða heimilar, hvort heldur með eða án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild kvenna og karla í hverju sérsambandi. Hámarksfjöldi í hverju rými er 25 manns.

Æfingar afreksmanna í einstaklingsbundnum íþróttum innan ÍSÍ eru heimilar og þar er einnig hámarksfjöldi í hverju rými 25 manns.

Sóttvarnir: Sameiginleg áhöld skulu sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag. Sameiginleg áhöld skulu sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag, loftræsting skal vera í lagi og loftað út reglulega yfir daginn.

Bardagalistir: Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru óheimilar.

Undanþáguheimild: Í 8. gr. meðfylgjandi reglugerðar er kveðið á um heimild ráðherra til að veita undanþágu frá banni við íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, svo sem vegna alþjóðlegra keppnisleikjahér á landi eða æfinga í næstefstu deild sérsambands Íþrótta- og ólympíusambands Íslands ef deildin er skilgreind á sama afreksstigi og efsta deild, enda sé gætt fyllstu sóttvarna að öðru leyti, segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Tags

COVID-19

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...