Óvissa með þrettándagleði ÍBV

9.Desember'20 | 10:30
trettandi_alfar_brenna

Frá þrettándagleði ÍBV. Ljósmynd/Gunnar Ingi

„Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra er alveg ljóst að ekki verður hægt að halda þrettándagleði ÍBV með hefðbundnum hætti.”

Þetta segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags í samtali við Eyjar.net, en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær um varfærnar tilslakanir sem gerðar verða á reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og gilda breytingarnar frá 10. desember til 12. janúar. Samkvæmt þeim miðast fjöldatakmarkanir áfram við 10 manns en með ákveðnum undantekningum.

Þessu tengt: Ýmsar tilslakanir frá 10. desember

„ÍBV hefur á þessum fordæmalausu tímum haft það að leiðarljósi í allri sinni vinnu að tryggja öryggi gesta okkar, starfsmanna og sjálfboðaliða á þeim viðburðum sem félagið hefur haldið.” segir Hörður.

Hann segir félagið hafa farið í einu og öllu eftir tilmælum almannavarna og muni gera það áfram.

„Í vikunni er fyrirhugaður fundur með þeim aðilum sem koma að skipulagningu Þrettándans, þar verður steinum velt og teknar ákvarðanir um framhaldið. Við munum halda gestum okkar upplýstum þegar ákvörðun hefur verið tekin.” segir Hörður Orri að endingu.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.