Skýr skil verði milli hjúkrunarheimilisins og dagdvalar

8.Desember'20 | 07:20
hraunbud_skilti

Vestmannaeyjabær mun reka Hraunbúði til 31. mars 2021. Ljósmynd/TMS

Málefni Hraunbúða voru rædd á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var. Fyrir liggur samningur við Sjúkratryggingar Íslands um frestun uppsagnar á rekstri Hraunbúða um þrjá mánuði. 

Með því mun Vestmannaeyjabær reka Hraunbúðir áfram til 31. mars 2021. Í samkomulaginu er kveðið á um að Hraunbúðir fái viðbótarframlag frá Sjúkratryggingum Íslands að upphæð tæpum 1,3 m.kr. á mánuði til þess að auka þjónustu við notendur heimilisins í dagdvöl. Jafnframt er í samkomulaginu skuldbinding um að greiðslur til rekstraraðila Hraunbúða á framlengdum samningstíma taki tillit til niðurstöðu greiningar á rekstri hjúkrunarheimila, sem framkvæmd verður af starfshópi heilbrigðisráðherra og eiga að liggja fyrir við árslok 2020.

Í samningnum er að finna bókun þar sem bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur áherslu á að bærinn reki áfram dagdvalarþjónustu fyrir eldri borgara í Vestmannaeyjum þegar samningurinn er liðinn. Gert er ráð fyrir að dagdvalarþjónustan verði fyrst um sinn rekin á Hraunbúðum, en skýr skil verði milli hjúkrunarheimilisins og dagdvalar.

Samningurinn var undirritaður af bæjarstjóra Vestmannaeyja með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti samning Vestmannaeyjabæjar og Sjúkratrygginga Íslands með sjö samhljóða atkvæðum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.