Loðnuleit rædd í ríkisstjórn

4.Desember'20 | 15:15
kap_20

Kap VE er eitt þeirra skipa sem fer í loðnuleit. Ljósmynd/TMS

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir stöðu loðnuleitar. 

Vísaði ráðherra til þess að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið heimilaði nýverið grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq að stunda rannsóknir á loðnu innan íslensku efnahagslögsögunnar fyrir vestan og norðan Ísland á tímabilinu 20. til 28. nóvember síðastliðinn.

Töluvert magn af kynþroska loðnu

Hafrannsóknastofnun hefur fengið öll gögn sem safnað var í leiðangrinum og vinnur nú úr sýnum og greiningu gagnanna. Þeirri vinnu er ekki lokið en bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að töluvert magn af kynþroska loðnu sé út af vestanverðu Norðurlandi og allt austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg.  Þar sem yfirferð skipsins við mælingarnar var mjög gróf munu niðurstöður þeirra ekki verða grundvöllur endurskoðunar á ráðgjöf.

Næsti leiðangur Hafrannsóknastofnunar var áætlaður 15. janúar 2021 en hefur nú verið flýtt. Búið er í samráði við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi að tryggja þrjú skip til verkefnisins en ekki verður hægt að nýta skip Hafrannsóknastofnunar vegna viðhalds. Stefnt að því að hefja verkefnið um næstu helgi eða í byrjun næstu viku.  Gert er ráð fyrir að  um sex dagar fari í verkefnið hjá hverju skipi. Ætlunin er að ná mælingu á því magni sem fannst í yfirferð Polar Amaroq í síðustu viku, segir í frétt á vefsíðu Stjórnarráðsins.

Loðnan mögulega fyrr á ferðinni

Ástæða þess að Hafrannsóknastofnun telur rétt að fara til mælinga núna er að mögulega sé loðnan fyrr á ferðinni en undanfarin ár.  Á 9. og 10. áratug síðustu aldar var algengt að loðna væri gengin austur fyrir land í desember. Í ljósi sögunnar og upplýsinganna frá síðustu viku er ekki hægt að útiloka að hún muni á næstu vikum ganga austur fyrir land og verði í janúar komin á hafsvæði þar sem mælingar eru erfiðar, þ.e. við suðaustanvert landið.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).