Skylda samfélagsins að mismuna ekki íbúum

- ríkið þarf að bæta við 80 milljónum svo 3-5% vísitöluhækkun dugi rekstrinum.

3.Desember'20 | 11:47
herj_heimakl

Það er val að búa í Vestmannaeyjum, en það er líka skylda samfélagsins að mismuna ekki íbúum þegar kemur að því að nýta samgönguleiðir samfélagsins, sagði þingmaðurinn. Ljósmynd/TMS

Í störfum þingsins í dag ræddi Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis þá ógn sem stafað hefur að samfélaginu vegna covid faraldursins sem ristir víða djúpt.

Sagði hann í ræðu sinni að Alþingi, sveitarstjórnir, heimilin og fyrirtæki hafi þurft að bregðast við nýjum áskorunum. Fór hann fyrst yfir erfiða stöðu á Suðurnesjum og þær mikilvægu viðspyrnuaðgerðir sem ráðist hafi verið í fyrir Suðurnesin.

Því næst ræddi hann stöðu Herjólfs. Benti Ásmundur á að Herjólfur sé hornsteinninn í samgöngum fyrir Vestmannaeyinga. Ný rafknúin ferja hefur lækkað siglingakostnað á leiðinni í Landeyjar eða Þorlákshöfn.

Stuðningur ríkisins við rekstur Herjólfs stendur ekki undir skyldum

„Aukin tíðni ferða og betri nýting Landeyjarhafnar hefur verið mikil lyftistöng fyrir íbúa og ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum.
Eftir þær hremmingar sem rekstur Herjólfs hefur gengið í gegnum á þessu ári eins og mörg önnur fyrirtæki í almannaþjónustu, að viðbættum fleiri áföllum er rekstrar staðan afar þröng. Eftir að stjórn Herjólfs hefur skorið niður rekstur fyrirtækisins inn að beini, ríkið komið með stuðning vegna covid og leggur 140 mkr. á næsta ári vegna fækkunar farþega um 100 þúsund þarf samt að hækka fargjald með ferjunni um 25% fyrir einstaklinga og 33% fyrir bíla. Þar þarf ríkið að bæta við 80 m.kr. svo 3-5% vísitöluhækkun dugi rekstrinum.

Hækkunin nemur 2200 kr. fyrir mann og bíla báðar leiðir. eða 4.400 á hjón.

Ef það gjald sem nemur hækkun fargjalds Herjólfs yrði sett sem veggjald á Ártúnsbrekkuna ættu hjón í Árbænum að greiða 220 kr. á virkan dag á leið í vinnuna ef þeir ættu að sitja við sama borð og hjón frá Eyjum sem fara einu sinni í mánuði með ferjunni. Viðbótargjaldið með Herjólfi er 52.800 kr. á ári.

Það er val að búa í Vestmannaeyjum, en það er líka skylda samfélagsins að mismuna ekki íbúum þegar kemur að því að nýta samgönguleiðir samfélagsins. Stuðningur ríkisins við rekstur Herjólfs stendur ekki undir þeim skyldum við Vestmannaeyinga og úr því verður að bæta.” sagði Ásmundur í ræðu sinni.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).