Vestmannaeyjabær:

Reyndasti starfsmaður félagsþjónustunnar að fara í annað starf

3.Desember'20 | 08:30
vestm_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Vestmannaeyjabær auglýsir nú eftir yfirfélagsráðgjafa til starfa hjá fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar. Guðrún Jónsdóttir hefur gegnt starfinu í tæpa þrjá áratugi. 

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja segir í samtali við Eyjar.net að núverandi yfirfélagsráðgjafi sé búinn að óska eftir árs leyfi þar sem hann er að fara í annað starf. Aðspurður segir hann að þetta eigi ekki að koma niður á barnavernd eða félagsþjónustu. „Nema hvað við erum að missa mjög hæfan samstarfsmann en vonumst til að annar komi í staðinn.”

Unnið að breytingum á barnaverndarlöggjöfinni

„Vestmannaeyjabær er með góða og vana starfsmenn innan málaflokks barnaverndar og félagsþjónustu þannig að ég hef ekki stórar áhyggjur heldur frekar leiða yfir að missa góðan samstarfsfélaga til nærri þrjátíu ára. Þessi breyting kemur mjög skyndilega en kallar ekki á neina endurskipulagningu eða skipulagsbreytingu eins og er hvað svo sem síðar verður. 

Barnavernd og félagsþjónusta er á tímamótum og sem dæmi mun nýtt frumvarp félags- og barnamálaráðherra sem kynnt var sl. mánudag hafa áhrif á starfsemi okkar. Verið er að vinna að breytingum á barnaverndarlöggjöfinni og allt kallar á að vera viðbúin jákvæðri þróun og hugsanlegum breytingum.” segir Jón.

 

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).